3. umferð: Hinsegin dagar í Réttó
20. september 10:0
A: Jói, Jörgen, Guðni, Gummi
B: Jón, Fúsi, Gunni, Dabbi
Það er ekki gaman að heita Jón, Fúsi, Gunni eða Dabbi eftir kvöldið í kvöld. Þeir fjórmenningar voru teknir svo hrikalega í ósmurt rassgatið að annað eins hefur ekki spurst á síðari tímum. Eftir aðeins 25 mínútna leik tryggði A-liðið sér sigur með því að ná 10 marka forustu, og var þá raunstaða leiksins 11:1! Fáheyrðir yfirburðir og verður að leita til bikarkeppninnar í Langtíburtistan til að finna hliðstæð úrslit.
Ekki þarf að taka það fram að í lið A fóru allir á kostum. Nefna verður 2 mörk sérstaklega. Annað þeirra skoraði Jói með snyrtilegri bogavippu sem lak niður efst í fjærhornið. Hitt skoraði Jörgen með nettum skalla. Og jú, ekki má gleyma undarlegu sjálfsmarki sem á ættir sínar að rekja til Dalvíkur/Ólafsvíkur, en þá skoraði Múlatröllið í eigið mark með því að teygja löppina í gegnum klofið á Jörgen. Svo sannarlega undarlegt....
Í liði B átti enginn góðan leik. Nefna má eitt mark þeirra af þeirri ástæðu að það var þeirra eina í leiknum; Gunni skoraði það og var það síður en svo fallegt. Eiginlega ekkert meira um það að segja.
Staðan eftir 3 umferðir er því þessi:
6 Comments:
Verst að það getur ekki orðið rematch eins og dalvíkingurinn óskaði eftir þegar niður í klefa var komið, held að hann hafi verið búinn að reikna það út að það væri ekki séns. En það gæti dregist þannig að það yrði bara skipt á Double Trouble......
21/9/05 12:53
Ætla ekki fleiri að tjá sig eftir þessa hrikalegu kakófóníu í gær? :)
21/9/05 21:57
Tækklarinn ætlar sko ekki að tapa næsta leik,kominn í stífar æfingar
og nudd hjá landsliðsnuddurum
og flottheit.
23/9/05 09:51
Mér skilst að dalvíkingurinn hafi reynt að koma með comment, en ég held að hann hafi bara verið að fikta við brauðristina.....
24/9/05 17:36
Ég tippa nú á að tæklarinn tapi næsta leik........... Ég spái að liðin verði þannig: Jörgen, Guðni, Gummi og Gunni
25/9/05 12:20
Já, maður gefur sko ekkert eftir í sigurgöngunni; eftir að hafa unnið einn leik í röð er maður aldeilis kominn á beinu brautina!
26/9/05 10:37
Skrifa ummæli
<< Home