4. umferð:
27. september 0:0
A: Jói, Guðni, Fúsi, Gunni
B: Jörgen, Jón, Gummi, Dabbi
Það er ekki gott að láta misnota sig knattspyrnulega, en þegar menn láta misnota sig vísvitandi þá er þeim engin vorkunn. Knattspyrna er íþrótt fyrir karlmenn og það nennir enginn að hlusta á neinn væl! Nýjar reglur eru ekki búnar til í miðjum tíma.
Tíminn í kvöld var hörkutími. B-liðið pressaði stíft en A varðist vel og hafði undirtökin, þ.e. hvað markaskor varðar. En er á leið tókst B að jafna leikinn og taka forustu, en hún varð aldrei mikil og A jafnaði skömmu fyrir leikslok. Þannig endaði leikurinn og fyrsta jafntefli vetrarsins staðreynd.
Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í næsta tíma, því það er alls ekki útilokað að sömu lið dragist saman á ný.
PS. Ef Jugovic vill að menn lesi kommentin sín, þá verður hann að pósta þeim á réttan stað. ;)
17 Comments:
Það væri gaman að fá að vita um hvaða misnotkun þú ert að tala um. Gaman að þú skulir tala um að nýjar reglur séu ekki búnar til í miðjum tíma því þegar Jörgen skorar og allir í okkar liði stoppuðu þá höfum við ekki hingað til dæmt það mark. En það voru 5 á því máli í gær, allt okkar lið og Dabbi en það virðist ekki vera nóg. Var ekki restin af ykkar liði að búa til nýja reglu? En ég vildi gjarnan fá að vita um hvaða misnotkun þú ert að tala um og eins hvaða reglu var verið að búa til?
28/9/05 12:37
Ef einhver úr okkar liði hefði kallað og þið stoppað, þá myndi þetta horfa allt öðruvísi við. Ég sé alveg grundvallarmun þar á.
Við getum ekki látið það viðgangast að það eitt að hrópa á brot dugi til að stoppa sókn hjá andstæðingnum. Ef menn eru að komast í færi, þá klára þeir bara færið og geta síðan rökrætt "meint" brot þegar boltinn er úr leik. Annars endar þetta bara í vitleysu og menn geta vísvitandi farið að hrópa á brot til að koma í veg fyrir að fá á sig mörk.
Eins og ég sá þetta í gær, þá gerðuð þið mistök þegar þið stoppuðuð ykkar sókn í fyrra tilfellinu. Þau mistök eru ekkert frábrugðin klúðruðu marktækifæri eða misheppnaðri sendingu, og það er því ekki hægt að ætlast til þess að andstæðingurinn leiðrétti þau með því að gera sömu mistök.
P.S. "Misnotkunin" sem ég nefni fremst er tilvísun í einhvern sem finnst rosalega hafa verið brotið á rétti sínum. Mér varð eiginlega hugsað til Jim Carrey í Ace Ventura þegar hann fór í sturtuna með tannburstann eftir að hafa kysst klæðskiptinginn. :)
28/9/05 17:14
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
28/9/05 18:21
Þegar þið skorið er Jörgen langt inni á sínum vallarhelmingi þegar við köllum hendi á hann og stoppum því við vorum þrír sem vorum alveg vissir að boltinn færi í höndina á honum. Þeir þrír leikmenn okkar sem voru á okkar vallarhelmingi stoppuðu allir. Þegar svona atvik hafa komið upp þá höfum við hingað til ekki talið þau mörk og liðið sem skorar heldur boltanum. Hvað hefur breyst?????�á höfum við hingað til ekki talið þau mörk og liðið sem skorar heldur boltanum. Hvað hefur breyst?????
28/9/05 18:28
Ég leyfi mér nú að fullyrða að sambærileg atvik hafa ekki komið upp áður, a.m.k. get ég ómögulega munað eftir nokkrun slíkum. Þau atvik sem þú vísar í hafa verið þannig að leikmaður úr sóknarliðinu hefur kallað brot og varnarliðið stoppað af þeim sökum. Í slíkum tilfellum er eðlilegt að mörk telji ekki og sókn hefjist upp á nýtt. Það getur hins vegar aldrei verið eðlilegt að leikmaður varnarliðs stöðvi sóknir andstæðingana með því að kalla brot og stoppa í miðjum leik. Enda sáum við líka að þú reiddist þegar kölluð var ranglega hendi á þig í gær. Það hefði hins vegar enginn gert athugasemd þótt þú hefðir haldið áfram og skorað í fyrra "atviki" gærkvöldsins.
Fram til þessa höfum við ekki þurft dómara í leikina okkar. Ákvarðanir hafa verið teknar í sameiningu. Ef menn fara hins vegar að stöðva leikinn með því að kalla brot og stoppa, án þess að hafa boltann, þá eru menn nánast farnir að dæma upp á sitt einsdæmi. Og þá fyrst erum við komnir í óefni.
28/9/05 20:52
Smá umhugsunarefni:
Ef lið A hefði haldið áfram og skorað í fyrra tilvikinu, hefði þá verið gerð athugasemd við seinna tilvikið?
28/9/05 21:27
Gummi ég held að ég geti nú líka fullyrt að á öllum þessum árum hafi sambærilegt atvik komið upp. Að sjálfsögðu hefði verið gerð athugasemd hvernig sem fyrra atvikið hefði farið. En finnst þér ekkert bogið við það að allir úr A liðinu séu brjálaðir út af seinna atvikinu og einn maður úr ykkar liði fannst líka að okkur vegið og vildi ekki fá markið dæmt? Svo má nú alveg bæta því við að ég stóð tveimur metrum fyrir aftan Jörgen og að mínu mati og tvíburanna sem voru líka í góðri aðstöðu þá var þetta hendi.
28/9/05 22:45
í þessu tilviki er bolti að stefna á mark og sjá 3 útispilarar og markvörðurinn þetta tilvik,menn taka ekki mark á eigin liðsmönnum sem viðurkenna brot á sitt eigið lið. Eftir hverju vilja menn fara þá eftir. heiðarleikinn er hlutur sem menn ávinna sér,menn verða að geta viðurkennt brot á sig þó maður sé undir í leik. menn geta ekki bæði haldið og sleppt reglunni eftir þvi hvernig staðan er eða eftir hentisemi sinni.
Fordæmi var gefið af nýjum reglum að dæma upp á sitt einsdæmi.
28/9/05 23:09
við erum svo sannarlega komnir í óefni eftir tímann í gær hvað dómgæslu varðar.
Mér geðjast ekki að því að fara eftir nýjum reglum en eftir uppákomuna í gær varð breyting þar á.Heiðarleikinn varð undir.Hingað til hafa vafaatriði sem upp hafa komið alltaf verið eins leyst sóknarliðið fær boltann það verður ekki bæði sleppt og haldið.Þess má geta að sambærileg atvik hafa komið upp áður og eins og venjulega hafa þau verið eins leyst.Það er synd að lýðræðið hafi ekki fengið að ráða heldur hentistefna sumra manna.
28/9/05 23:18
Samkvæmt því sem þið segið hér að ofan, þá sýnist mér reiði ykkar fyrst og fremst snúast um það að þið teljið að um hendi hafi verið að ræða. Ef svo er þá skil ég ykkur betur.
Ég var ekki í aðstöðu til að sjá hvort um hendi væri að ræða eða ekki, en ef þetta var hendi þá átti Jörgen að stoppa og viðurkenna það. En ef þetta var ekki hendi, þá var alveg rétt hjá honum að halda áfram. Það er mín skoðun og breytir þar engu hvort staðan eru 1:0 eða 10:0, sama hvoru liði í hag. Menn eiga aldrei að hætta að verjast fyrr en það er öruggt að engin hætta steðjar að.
Annars er gott að við erum að ræða þetta og við skulum - fyrir næsta tíma - komast að niðurstöðu hvernig þetta á að vera í framtíðinni. Þá getum við haldið áfram að hafa gaman að þessu.
28/9/05 23:28
En Gummi hvað finnst þér um það þegar 5 af 8 eru sammála um að ekki eigi að dæma mark en samt er það dæmt gott og gilt?
28/9/05 23:33
Ja, þegar 4 af 5 eru úr liðinu sem fékk á sig markið þá finnst mér það ekkert úrslitaatriði. Það er nú ekki eins og menn séu hlutlausir.
Annars er merkilegt að það hefur ekkert heyrst í Jörgen í dag. Hann skyldi þó ekki vera þrælsekur eftir allt saman?
Ef svo er, þá verð ég að biðja ykkur velvirðingar.
28/9/05 23:42
1. Boltinn fór alls ekki í hendina á mér og það skal vera á hreinu því að annars er ekki neinn grundvöllur fyrir áframhaldandi umræðum.
2. Uppsafnaður pirringur Guðna og félaga út í Jón styður ennþá frekar mál okkar því að það að kalla á brot eða hendi má ekki vera samansemmerki og að leikurinn stoppi því að þá er málið í þessum alsherjar hnút.
3. Ég hef áður gagnrýnt þá bræður á vellinum fyrir að stoppa ef að meint brot átti sér stað. Þá oftast sem samherji þeirra.
4. Eins og ég sé hlutina virkar það þannig að ef einhver telur að um brot sé að ræða kallar hann það en það verður alltaf að vera svo að hinn brotlegi viðurkenni brot sitt því annars erum við komnir á hálan ís.
5. Ég skil pirring ykkar að vissu leiti þar sem þið teljið ykkur hlunnfarna í þessu máli en ef við snúum málinu við og gefum okkur að Guðni hefði haldið áfram en ekki stoppað þegar Jón kallaði og jafnvel skorað,hefði þessi umræða þá verið á hinnveginn?? Værum við þá í ykkar sporum ??
Held ekki .
Eins og alltaf hlakka ég til að sjá ykkur í næsta tíma
Ykkar félagi
30/9/05 00:27
PS...
Eins gott að við unnum ekki leikinn..
Ha =:-)
30/9/05 00:32
Jörgen ef ég hefði haldið áfram og skorað en varnarmaður sem var fyrir innan mig hefði stoppað og þ.a.l. ekki farið í mig þá hefði ég ekki tekið markið(allavega ekki hingað til).Í seinna tilvikinu stoppuðu allir þrír leikmenn okkar sem voru fyrir framan þig. Það er stundum erfitt að fá menn til að viðurkenna brot þegar þau eiga sér stað og ef leikurinn er ekki stöðvaður og viðkomandi lið skorar þá held ég að það verði ennþá erfiðara
Það sem er náttúrulega aðalmálið í þessu að mínu mati er að menn séu heiðarlegir. Heiðarleikinn má ekki víkja fyrir því að menn séu svo graðir í að ná í tvö stig því þá erum við í vondum málum.
30/9/05 11:55
Þetta virðist vera hin forvitnilegasta deild ... er ekki hægt að ná sýningum á þessu á einhverri gervihnattastöðinni ????
2/10/05 11:40
Ekki ennþá, en það gæti farið að skapast grundvöllur fyrir beinar útsendingar. Þær verða hinsvegar sennilega að vera eftir kl. 10 á kvöldin, þegar ung börn eru farin að sofa. :)
3/10/05 19:57
Skrifa ummæli
<< Home