Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

þriðjudagur, október 04, 2005

5. umferð: Þegar Gunni chippaði yfir Guðna

3. október 5:0
A: Matti, Jón, Gummi, Gunni
B: Jörgen, Guðni, Fúsi, Dabbi

Það ríkti sirkusstemmning í Réttó í kvöld, þar sem Gunni fór fremstur í flokki í A-liðinu. Ekki lét hann sér nægja að taka eina netta chippu í byrjun yfir Jörgen í markinu (hvað var hann að gera þar?) heldur bætti hann um betur og setti aðra slíka yfir frænda sinn Guðna. Fór hann svo létt með það að mæla þurfti Guðna upp á nýtt eftir leikinn til að athuga hvort hann væri nokkuð dvergur. Til að bæta um betur setti Gunni síðan eitt með skalla og er hann þar með búinn með skallamarkakvótann sinn í vetur.

Ekki má gleyma þætti Matta sem kom sterkur inn í fjarveru Jóhanns, en Jóhann tók út "leikbann" í kvöld af orsökum sem ekki verður farið nánar út í hér.

Í B-liðinu voru menn ekki að gera eftirminnilega hluti. Guðni varði þó vel á köflum, en sú frammistaða dugði til lítils þar sem Gunni lék sér að því að chippa yfir hann í leiknum (góð vísa er aldrei of oft kveðin). Dabbi skoraði líka nokkur góð mörk, en þau töldu lítið þrátt fyrir að ekkert væri chippað yfir hann (eins og þegar Gunni chippaði yfir Guðna). Þeir verða því að taka sig verulega saman í andlitinu fyrir næstu umferð, eða þá að finna sér hatt sér nær upp í þverslánna.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð nú að segja að mér fannst við vera heppnir í kvöld.

5/10/05 09:44

 
Anonymous Nafnlaus said...

í gærkvöldi meinti ég

5/10/05 09:45

 
Blogger Tækklarinn said...

Já, heppnir með mótherja! Múhahahaha.....

5/10/05 10:49

 

Skrifa ummæli

<< Home