miðvikudagur, apríl 25, 2007
þriðjudagur, apríl 24, 2007
Magnaður endir
a.lið Dabbi,Fúsi,Jón,Jörgen
b.lið Gunnar,Jóhann,Óli,Matti
Það voru aldeilis mögnuð tilþrif í tima kvöldsins.Í sömu uppstillingu fyrr í vetur endaði tíminn á dramatísku jafntefli og spurningin var hvort það myndi endurtaka sig í kvöld.Sá gamli ætlaði svo sannarlega ekki að lenda í því og byrjaði leikinn einbeittur og ákveðinn.Elstur og Rómaþríburarnir (Matti var í Rómatreyju) tóku reyndar vel á móti og settu upp sannkallaða sýningu í kvöld.Eftir tuttugu mín. leik fór vippvélin þeirra í gang og komu fjögur stykki á næstu fimm mín. í öllum regnbogans litum yfir bæði Tækklarann og Júgóvits.Það eina sem skemmdi fyrir var að fyrir hverja vippu fengu þeir á sig eitt og hálft mark og a.liðar voru eftir þessa hneisu komnir með sjö marka forystu.Vippunum átti síðan eftir að fjölga um tvær og svo tóku við neglingar í vinklana og annað góðgæti.Eitthvað fataðist a.mönnum flugið og b.liðar unnu sig inn í leikinn og var staðan komin í tvö mörk þegar um tíu mín. voru eftir. En þá náðu Dabbi og co. að stöðva Rómverjana og fengu við það hjálp frá æðri máttarvöldum að því er virtist því hreinlega allir boltar féllu með þeim í vörninni.Fóru boltar í vegginnskotin,snertu hliðarnet og síðan ráku menn tánna í bolta og svo framvegis.Endurheimtu a.menn fjögurra marka forystu og voru nokkuð öruggir í lokin og endaði leikurinn með þriggja marka sigri og með því miklum sveiflum í töflunni sem við komumst síðan að í fyrramálið.
mánudagur, apríl 23, 2007
miðvikudagur, apríl 18, 2007
Tækklarinn búinn að taka þetta.
a.lið Jón,Jörgen,Gunni,Guðni
b.lið Óli,Jói,Dabbi,Viggi
Enn var mætingin ekki nógu góð og voru þar the usual suspects þ.e. Matti karfa og Fúsi sem að þessu sinni treysti ekki konunni sinni einni með einhverjum iðnaðarmönnum.En leikurinn var jafn og spennandi sem betur fer og byrjuðu þeir b.liðar á að komast í 4 í plús og hélst markatalan í kringum það fyrstu tuttugu mín. eða svo.Romulus(annar tvíburinn sem stofnaði Róm til forna) var eitthvað ekki alveg góður í löppinni og hnéð á Koeman virtist ekki í sínu besta formi.Eftir gagngerar breytingar á uppstillingu fóru a.liðar í gang og skoruðu 5 mörk í röð og unnu sig vel inn í leikinn.Upphófst nú mikil barátta þar sem liðin skiptust á að skora en a.liðið var alltaf aðeins yfir.Munaði þar kannski einhverju um það að Remus(hinn tvíburinn sem stofnaði Róm á sínum tíma) og co. voru geysilega hrifnir af tréverkinu og taldi Tækklarinn að minnsta kosti sex skot í rammann.Þar sem Koeman var með voru nokkrar vippur teknar en engin tókst að þessu sinni.Í lok tímans voru b.menn með boltann og aðeins eitt mark skildi að þegar hurðin opnaðist loks og sagðist Dabbi alveg hafa "séð" boltann inni hvað svo sem það þýðir hjá honum.En allavegana sluppu a.menn með skrekkinn og unnu með einu marki.
fimmtudagur, apríl 12, 2007
þriðjudagur, apríl 10, 2007
Tækklarinn mætir ekki
a.lið Fúsi,Óli,Jörgen,Dabbi
b.lið Gunni,Jói,Matti,Viggi
Veit að sjálfsögðu lítið um þetta en skilst að a.liði hafi tapað illa meðfjórum mörkum.
þriðjudagur, apríl 03, 2007
Tækklarinn veit sinu viti
a.lið Fúsi,Jón,Jói,Guðni
b.lið Gunni,Dabbi,Jörgen,Óli
Já það er ekki af Tækklaranum skafin spádómsgáfan það raðaðist nákvæmlega eins og hann spáði í liðin.Fyrirfram voru a.liðar nokkuð sigurvissir og styrktust í þeirri trú í upphafi leiks því þeim gekk betur en b.mönnum.En það stóð ekki lengi og b.liðið kom sér inn í leikinn og jójóaði staðan mest allann leikinn tveim til fjórum mörkum a.mönnum í vil.Ágætis barátta var í Óla og félögum.En þegar korter var eftir þá urðu Dabba á tvenn mistök og var eins og slokknaði á honum og a.menn gengu á lagið og röðuðu inn upp í tíu á tíu mín. eða svo og munaði þar mestu um gamla kallinn sem var í þrumustuði.Mark tímans átti
Óli sem var eiginlega svokallað vippedívipp þ.e. hann vippaði yfir markið fékk hann aftur vippaði í slánna fékk hann aftur og settann háann í markið,sannkallað Ólamark.