Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.
miðvikudagur, apríl 25, 2007
17.umf 90.4% mæting lokastaða
Hérna kemur hún lokastaðan, talsverðar sviftingar í umferðinni
Tækklarinn þakkar fyrir skemmtilegt og á köflum spennandi mót.Reyndar fyrir flesta mjög spennandi allann tímann.Eins og þegar meðaltöl eru tekin er efsta og neðsta gildi tekið af og þá skilja fjögur stig efsta og neðsta mann.
Þetta er með skemmtilegra mótum sem spilast hefur og þarna var refsað vel fyrir ef menn mættu ekki.Tækklarinn á hrós skilið fyrir góða pistla og með framtaki sínu var spennan meiri fyrir vikið og leysti hann Gumma vel af hólmi sem stóð sig vel. TAKK FYRIR GÓÐAN VETUR.
Ég er búinn að tala við Magga í Mangó og hann getur tekið frá borð fyrir okkur á þriðjudag ef við viljum. Hann vill verða heiðursmeðlimur í félaginu. Látið mig vita hvort við eigum að hittast og hverjir koma.
Drengir !!! Nú tökum við á því og reynum að fá einn lokatíma á sama degi og úrslitaleikurinn er í meistaradeildinni er(Guðni talar við kársnes ,annars tala ég við Kr eða Víking. Borðum svo og horfum á leikinn
Takk kærlega fyrir frábæran vetur ég er til í bolta og horfa saman á leikinn.Ég er viss um góða mætingu hjá hópnum og byrjum að undirbúa daginn strax. Hemmi Hreiðars setti nýtt met í ensku deildinni, er sá leikmaður sem oftast hefur fallið um deild hvort segir það meira um manninn eða liðin sem hann spilar með ( ég segi manninn).
Djö. lýst mér vel á ef hægt er að taka smá geim fyrir úrslitaleikinn (þ.e. ef þið viljið leyfa mér að vera með). Ef eitthvað er að marka það sem ég sá til ykkar síðast þá hefur ykkur öllum farið aftur eftir að þið hættuð að verða vitni að brasilískum stormsenterstöktum reglulega. Ykkur veitir því ekkert af að fá smá kennslustund svona í lokin, svona rétt til að fyrirbyggja að þið leggið ekki skóna á hilluna næsta vetur.
Annars er skelfilegt að sjá þessa mætingu hjá ykkur. Synd að ég skyldi ekki hafa verið meira í bænum því það er greinilegt að maður hefði komist í boltan nánast vikulega! Ég legg til að Fúsa, Gunna og Matta verði gerð sérstök refsing, og hún er sú að þeir séu alltaf hafðir saman í liði á næsta vetri. Að vísu væri það ósanngjarnt gagnvart fjórða manninum, þessum sem lenti með þeim, en það er bara eitthvað sem þið hinir verðið að skipta á milli ykkar þannig að enginn fari illa út úr því andlega.
Svo segi ég bara áfram Man. United og áfram Inter, Meistarlið með stóru M!!!
Annars fór ég að pæla... Miðað við aldur hópsins og atgervi þá verður nú bara að segjast eins og er að rúmlega 90% mæting er rosalega góður árangur. Það verður víst að taka mið af því og því eigið þið hrós skilið!
9 Comments:
Tækklarinn þakkar fyrir skemmtilegt og á köflum spennandi mót.Reyndar fyrir flesta mjög spennandi allann tímann.Eins og þegar meðaltöl eru tekin er efsta og neðsta gildi tekið af og þá skilja fjögur stig efsta og neðsta mann.
25/4/07 14:29
Þetta er með skemmtilegra mótum sem spilast hefur og þarna var refsað vel fyrir ef menn mættu ekki.Tækklarinn á hrós skilið fyrir góða pistla og með framtaki sínu var spennan meiri fyrir vikið og leysti hann Gumma vel af hólmi sem stóð sig vel. TAKK FYRIR GÓÐAN VETUR.
25/4/07 21:38
Ég er búinn að tala við Magga í Mangó og hann getur tekið frá borð fyrir okkur á þriðjudag ef við viljum. Hann vill verða heiðursmeðlimur í félaginu. Látið mig vita hvort við eigum að hittast og hverjir koma.
26/4/07 15:49
Drengir !!!
Nú tökum við á því og reynum að fá einn lokatíma á sama degi og úrslitaleikurinn er í meistaradeildinni er(Guðni talar við kársnes ,annars tala ég við Kr eða Víking.
Borðum svo og horfum á leikinn
6/5/07 01:06
Takk kærlega fyrir frábæran vetur ég er til í bolta og horfa saman á leikinn.Ég er viss um góða mætingu hjá hópnum og byrjum að undirbúa daginn strax. Hemmi Hreiðars setti nýtt met í ensku deildinni, er sá leikmaður sem oftast hefur fallið um deild hvort segir það meira um manninn eða liðin sem hann spilar með ( ég segi manninn).
8/5/07 22:36
Djö. lýst mér vel á ef hægt er að taka smá geim fyrir úrslitaleikinn (þ.e. ef þið viljið leyfa mér að vera með). Ef eitthvað er að marka það sem ég sá til ykkar síðast þá hefur ykkur öllum farið aftur eftir að þið hættuð að verða vitni að brasilískum stormsenterstöktum reglulega. Ykkur veitir því ekkert af að fá smá kennslustund svona í lokin, svona rétt til að fyrirbyggja að þið leggið ekki skóna á hilluna næsta vetur.
Annars er skelfilegt að sjá þessa mætingu hjá ykkur. Synd að ég skyldi ekki hafa verið meira í bænum því það er greinilegt að maður hefði komist í boltan nánast vikulega! Ég legg til að Fúsa, Gunna og Matta verði gerð sérstök refsing, og hún er sú að þeir séu alltaf hafðir saman í liði á næsta vetri. Að vísu væri það ósanngjarnt gagnvart fjórða manninum, þessum sem lenti með þeim, en það er bara eitthvað sem þið hinir verðið að skipta á milli ykkar þannig að enginn fari illa út úr því andlega.
Svo segi ég bara áfram Man. United og áfram Inter, Meistarlið með stóru M!!!
11/5/07 10:40
Því miður er Kársnesið upptekið þennan tíma.
15/5/07 11:19
Það er fúlt!
Annars fór ég að pæla... Miðað við aldur hópsins og atgervi þá verður nú bara að segjast eins og er að rúmlega 90% mæting er rosalega góður árangur. Það verður víst að taka mið af því og því eigið þið hrós skilið!
Vei... !!!! :)
17/5/07 11:40
Skv mínum útreikningum er mætingin 89,7%!
17/5/07 19:58
Skrifa ummæli
<< Home