Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

miðvikudagur, mars 28, 2007

Tækklarinn með tvö töp i röð

a.lið Dabbi,Gunni,Jón,Jörgen
b.lið Fúsi,Jói,Óli,Emil


Já þessi leikur var nokkuð jafn mestallan tímann.Vörn a.manna var betri til að byrja með og áttu gamlingjarnir í mestu vandræðum með Tækklarann og Gunna í markinu.Júgóvits og félagar sigu líka framúr í mestu rólegheitum og voru eftir 20 mín komnir í 5 marka forustu sem þeir héldu í nokkra stund.En eitthvað náðu þeir að stokka upp hjá sér og kannski nýr varamaður,Emil hafi verið einhvern tíma að komast inn í leikinn.Allavega þegar hann var kominn í markið þá fóru hlutirnir að gerast hjá b.mönnum.Þeir náðu að jafna og var leikurinn í járnum þar til lítið var eftir að a.liðar gáfu þeim tvö mörk og það voru þessi mörk sem skildu liðin að í lokin.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sorry drengir ligg veikur heima og get ekki sett töfluna upp klára það vonandi af á föstudaginn.

29/3/07 08:55

 
Anonymous Nafnlaus said...

Er kallinn ekki bara hræddur við að fá kanslarann svona nálægt sér að hann ætlar að sleppa að setja töfluna upp. Þetta er allavega kenning Jörgens en við vorum að skoða þetta í dag.

29/3/07 18:36

 
Anonymous Nafnlaus said...

Fyrr má nú taka ósigrinum illa,en ég spái því að tækklarinn tapi næsta leik og páskarnir fara í súginn.Reyndu nú að hressa þig við því eg gæti lent með þér í liði og hef ekki efni á því að tapa.

29/3/07 21:28

 
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki sáttur við gang mála. Komin í 5 sæti og farin að nálgast botninn óðfluga...
Áttum að vinna þennan leik og ekkert múður með það.Veit að við hefðum pottþétt unnið þetta ef Guðni réði einhverju heima hjá sér og hefði fengið leyfi til að mæta..
Spái Óla,Fúsa,mér og Dabba næst og óli sest á toppinn hjá Jóni og ég endurheimti 4 sætið

31/3/07 18:47

 
Anonymous Nafnlaus said...

Tækklarinn hefur nú ekki mikla trú á að hann tapi þriðja leiknum í röð.Sýnist að Fúsi muni ná Óla að stigum í næsta tíma og Jói fari yfir bróður sinn á mætingu.

2/4/07 14:19

 

Skrifa ummæli

<< Home