Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

miðvikudagur, mars 07, 2007

Líf og fjör

a.lið Jón,Fúsi,Jói,óli
b.lið Gunni,Matti,Dabbi,Jörgen

Já það var líf og fjör í þessum tíma.Dabbi startaði skorinu með snilldar sólun og neglingu.Koeman var að horfa á og að sjálfsögðu litaði það tímann mikið þ.e. vippu keppnin hófst semsagt fljótlega og stóð út tímann.Öldungarnir komust fljótt yfir og héldu því af hörku.töluverð barátta var í tímanum og fór svo að Fúsi sparkaði í Dabba og meiddust báðir og kom þá Koeman inná en mér til mikillar furðu kom hann inná fyrir Gunna!!! Lék hann síðann á alls oddi og vippað yfir Fúsa og átti glæsilegan vippuskalla yfir Tækklarann.Eitt af mörkum kvöldsins var nú þegar Jóa tókst að vippa yfir sjálfan sig og það nánast á marklínu.Við innkomu Koemans lifnaði yfir leik b.manna og tókst þeim að minnka forskot a.liðsins úr fimm í tvö mörk en lengra komust þeir ekki og a.menn unnu með sjö mörkum.Eftirtektarvert var hvað Dabbi var öflugur í tímanum,átti spretti bæði í byrjun og í lokinn og skilst mér að hann þakki það American Style ferð í hádeginu.Við vitum semsagt hvað hann gerir næsta þriðjudag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home