Fyrsti tapleikur Tækklarans.
a.lið Jón,Jörgen,Dabbi,Peter
b.lið Fúsi,Óli,Matti,Jói
Það gekk ýmislegt á í tíma kvöldsins.Gunni mætti ekki og varð að kalla á fimmta varamann Peter the Polish baker.Jörgen þurfti að nota dolluna og Ísland tapaði fyrir Dönum.Allt hlutir sem skiptu sem betur fer ekki miklu fyrir fótboltann.Þeir fertugu og félagar byrjuðu betur og virtist a.liðum gjörsamlega ómögulegt að skora,Eftir 25 mínútur höfðu þeir skorað þrjú segi og skrifa þrjú mörk!!! og voru komnir 5 undir.Semsagt búnir að standa sig sæmilega í vörninni en hörmulegir í sókn.Eftir hinar ýmsustu breytingar á vörninni fóru hlutirnir á smá skrið og aðeins byrjaði að saxast á forskot b.manna.Nú fóru menn líka að skora meir en í byrjun í báðum liðum.Fúsi og Óli voru duglegir að vanda en Jói og Matti létu þó sitt ekki eftir liggja.En samt söxuðu a.liðar á og seigluðust meira að segja framúr og komust einu yfir á tímabili en það stóð þó ekki lengi.Fljótlega eftir það gáfu þeir 4 mörk í röð og náðu sér ekki upp úr því og leikurinn endaði með fjögurra marka sigri hins ósigraða Óla og félaga hans.
8 Comments:
Koma strákar, þið verið að fara að kommenta eitthvað. Ekki hanga bara á HOMMASPJALLINU dag og nótt! :)
2/2/07 01:41
Jón getur þú ekki komið þessum skilaboðum frá Gumma til strákanna. Það er frekar sorglegt að við Gummi séum með þeim duglegri hérna inni.
2/2/07 12:49
Já ég er sammála þessu sá þá bræður einmitt kommenta um daginn og hélt að það væri að fara að lifna yfir þessu en svo.....
5/2/07 11:21
Ýta við bræðrunum og Jörgen. Held að Óli kíki nú við og við. Sé ekki alveg Matta og Fúsa hér inni enda held ég að báðir séu þroskaheftir þegar tæknimál eru annars vegar.
5/2/07 11:26
Sælir strákar ég verð að mæta á morgun til eiga einhvern sjéns í að vinna þetta mót. Var að renna yfir töfluna áðan og sé ekkert til fyrirstöðu að vera kominn í topp 3 eftir 3-4 tíma.Það eru kunnuglegt andlit á botninum nefni ekkert nafn (JÖRGEN) þið kannist við kauða
5/2/07 21:25
Spurning hvort ég komi ekki í kvöld til að draga. Eru menn til að borga eins og eina kippu af öli og ég passa þá upp á að þeir sem borga (allt að 4) lenda ekki með Jörgen?
6/2/07 11:06
Já væri ekki vitlaust að mæta alltaf gaman að sjá kallinn.
6/2/07 14:27
það er furðulegt 4 elstu mennirnir eru efstir, en kemur ekki á óvart að jörgen er neðstur,ég held að tapið sitji í jóni og hann tapar aftur.
6/2/07 17:36
Skrifa ummæli
<< Home