Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Öryrkjabandalagið hafði ekki Óla og Púllarana

a.lið Dabbi,Jón,Matti,Óli
b.lið Jói,Jörgen,Gummi,Guðni


Já ég hefði nú ekki þorað að styggja vin minn Sigurstein Másson með þessu nafni á liðinu en það kemur frá þeim sjálfum.Í b.liðinu vor frændurnir eitthvað hnjaskaðir á hné og Gummao bandíspilari ekki í mikilli æfingu þannig að útlitið við skiptingu var þeim kannski ekki í hag í byrjun.En það var nú Júgóvitsinn sjálfur sem var ekki að pluma sig í byrjun og var ekki á skotskónum.Fyrsta markið var þó þeirra en síðan komu 5-6 í röð hjá a.liðum.Eftir það jafnaðist leikurinn og þegarJörgen skoraði fyrsta markið sitt eftir 18 mín. fór staðan að lagast fyrir b.liða(ekki það að það mark hafi opnað neinar flóðgáttir hjá Jörgen eða breytt gangi leiksins).Þegar hálftími var liðinn var munurinn orðinn 1 mark og hélst hann í kringum það þar til lítið var orðið eftir af leiknum.Þá fengu b.liðar á sig 2 klaufamörk í röð og endaði leikurinn með fjögurra marka mun a.liðinu í vil.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Af vherju er ekki nefnt þegar ég vippaði yfir Jón????

3/1/07 15:12

 
Anonymous Nafnlaus said...

Tækklarinn lét tæknideild ksí fara yfir myndbandið og beitti síðan kúgunum og hótunum til þess að fá þá niðurstöðu að spyrnan hafi ekki verið yfir hann sem slík. Hef heyrt að hann hafi talað við gamla hjásvæfu niðri á ksí skrifstofu sem vill alls ekki að það fréttist að þau hafi verið saman.

4/1/07 09:37

 
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hélt að menn væru búnir að vera það lengi í boltanum það væri ekki hægt að láta VIPPA YFIR SIG.

4/1/07 21:11

 
Anonymous Nafnlaus said...

Blessaður Gunnar og velkominn í hóp þeirra sem tjá sig á þessari síðu.Já þessi vippa hans Guðna er eitthvað orðum aukin ég man eftir einu skoti utan af velli sem lenti inni hjá honum en því fer fjarri að ég hafi verið í skotlínu á þeim bolta.Vil ég svo biðja kanslarann um að vera ekki með neinar meiningar um mig og ksí takk fyrir.

5/1/07 13:31

 
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var hrein vippa og þó svo að þú hefðir hár þá hefðir þú aldrei náð þessum bolta.

5/1/07 15:23

 
Anonymous Nafnlaus said...

enginn spurning man.uth mennirnir héldu þessu niðri hjá okkur,nú sér maður loksins hvað við hinir erum orðnir virkilega góðir.

5/1/07 20:51

 
Anonymous Nafnlaus said...

Uss uss uss, mér þykir tæklarinn aldeilis yfirlýsingaglaður. Veit hann ekki að það er hætta á að honum hefnist fyrir þetta í næsta tíma? Sú hefnd verður sæt!

7/1/07 12:49

 
Anonymous Nafnlaus said...

Skil nú ekki tal um yfirlýsingar Hjá Gummao.En ánægður með að Totti sé kominn inn á ritvöllinn.Spurning hvort það er Jói eða hvort hér sé um double identidy að ræða hjá Gunna.

9/1/07 10:16

 

Skrifa ummæli

<< Home