Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Double sinnum 8

a.lið Fúsi,Matti,Jón,Vignir
b.lið Jói,Gunni,Jörgen,Dabbi


Já ótrúlegt en satt Jói og Gunni voru saman í áttunda sinn í kvöld en lukkuhjólið snérist ekki með þeim að öðru leyti í þessum tíma.Tíminn byrjaði jafnt,a.liðar voru heldur öruggir með sig og voru framarlega á vellinum sem gerði það að verkum að Jörgen lék lausum hala og skoraði mörk í öllum regnbogans litum.Í netið fóru klobbar, hælspyrnur með hægri og sitthvað fleira.En Adam var ekki lengi í paradís.Endurskipulagnig á vörn a.liðsins með því að setja Matta í nýfundna stöðu á miðjunni og allt byrjaði að smella saman.Tuttugu mínútur voru liðnar af tímanum og búið að vera jafnt á flestum tölum og staðan 0.Korteri seinna hafði a.liðið skorað tíu mörk í röð að mig minnir og leikurinn búinn.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er lygi Jörgen hefur aldrei skorað með hægri....

22/11/06 13:54

 
Anonymous Nafnlaus said...

Jú, hann hefur ábyggilega einhvern tímann potað honum inn með hægri...

... hendinni, helvískur svindlarinn!

22/11/06 15:12

 
Anonymous Nafnlaus said...

Vildi ég að satt væri maður. Það var ekki gaman að sjá glottið á Júgóvits þegar boltinn lak inn.

23/11/06 11:57

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hver var eiginlega í marki???

23/11/06 18:50

 
Anonymous Nafnlaus said...

ég sjálfur maður en eins og ég hef alltaf sagt(ef ég vinn)eftir svona leiki;það skiftir engu hvernig eitt mark er skorað heldur hvernig fór.

24/11/06 11:27

 

Skrifa ummæli

<< Home