Spennan var gifurleg og eg varð ær...
a.lið Jón,Jói,Gunni,Matti
b.lið Fúsi,Jörgen,Óli,Dabbi
Tíminn í kvöld var einn af þeim skemmtilegri sem Tækklarinn hefur spilað. A.liðið byrjaði ögn betur og leiddi framan af tímanum.Var með þetta 2-3 mörk í plús á b.liða en náði aldrei að slíta sig lengra frá.Ný uppstilling var reynd með Matta á miðjunni í vörninni og var strákurinn að finna sig vel í stöðunni,hélt b.liðum við efnið og stal nokkrum boltum.Eitthvað fór það í taugarnar á Fólinu að norðan sem eftir tímann viðurkenndi að hafa verið í einkatímum hjá Mark Duffield í síðustu viku.Tók hann til við að reyna að koma Matta úr umferð með því að negla í andlitið á honum og sparka í magann á honum.
B.liðar unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn og voru þegar korter var eftir komnir í 3 mörk í plús.En þá breyttu a.liðar um leikaðferð og skoruðu fjögur í röð og það sem eftir lifði leiks var hrikaleg spenna og barist um hvern bolta,mistök gerð á báða bóga en þegar vinkona okkar opnaði hurðina var staðan jöfn sem að allra mati voru sanngjörn úrslit.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home