Fyrsti 10 marka munurinn
a.lið Jón, Fúsi, Matti og Dabbi
b.lið Gunni, Jói, Jörgen og Óli
Það að Matti skyldi loksins vinna leik var ekki eina markverða sem gerðist í þessum tíma því að fyrsti tíu marka munurinn leit dagsins ljós. Einnig var markvert að Dabbi vann sinn þriðja leik í röð sem hlýtur að vera einstakt. Leikurinn fór rólega af stað en a.liðar byrjuðu þó fljótlega á því að ná forskoti og það forskot létu þeir aldrei af hendi í tímanum. Má þó vera að b.liðar hafi náð að jafna einu sinni í tímanum en það hefur verið í mjög stuttan tíma. Þegar á leið jókst forskotið jafnt og örugglega aðallega vegna vannýttra dauðafæra b.liða. Einnig var vörn þeirra gloppótt og a.liðið gekk á lagið þegar um 10 mínútur voru eftir kláraðist svo leikurinn með tíu marka mun.
Stöðutafla verður sett upp á morgun.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home