Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

þriðjudagur, október 24, 2006

Fyrsti 10 marka munurinn

a.lið Jón, Fúsi, Matti og Dabbi
b.lið Gunni, Jói, Jörgen og Óli


Það að Matti skyldi loksins vinna leik var ekki eina markverða sem gerðist í þessum tíma því að fyrsti tíu marka munurinn leit dagsins ljós. Einnig var markvert að Dabbi vann sinn þriðja leik í röð sem hlýtur að vera einstakt. Leikurinn fór rólega af stað en a.liðar byrjuðu þó fljótlega á því að ná forskoti og það forskot létu þeir aldrei af hendi í tímanum. Má þó vera að b.liðar hafi náð að jafna einu sinni í tímanum en það hefur verið í mjög stuttan tíma. Þegar á leið jókst forskotið jafnt og örugglega aðallega vegna vannýttra dauðafæra b.liða. Einnig var vörn þeirra gloppótt og a.liðið gekk á lagið þegar um 10 mínútur voru eftir kláraðist svo leikurinn með tíu marka mun.
Stöðutafla verður sett upp á morgun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home