Og loksins vann Dabbi...
a.lið Dabbi,Fúsi,Jörgen,Jón
b.lið Gunni,Jói,Matti,Varði
Í kvöld fengum við kærkomna heimsókn þegar Guðni, annar af hinum horfnu unitedliðum lét sjá sig. Við þessa heimsókn breyttist spilamennskan verulega. Ósiðir eins og vipp og klobbun sáust út um allan völl. Þetta náði hámarki með tvöföldu vippi Jóa yfir Jörgen og Dabba. Lítið var skorað framan af en a.liðar höfðu þó undirtökin allan tímann. B.liðar komust þó einu sinni yfir í leiknum. En þegar 20 mínútur voru eftir voru a.liðar komnir með 4 mörk í plús og þá varð ekki aftur snúið. Þrátt fyrir drengilega baráttu b.liða jókst forskotið jafnt og þétt og leikurinn endaði með 8 marka sigri a.liðsins. Ánægjulegt var að sjá hversu glaður gesturinn var með að hankar þeirra félaga í búningsherberginu skyldu ekki notaðir, sem er að sjálfsögðu gert í virðingarskyni við þá félaga.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home