Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

þriðjudagur, september 19, 2006

Loksins kemur Tækklarasigur

a.lið Jörgen, Jói, Jón, Gunnar
b.lið Matti, Fúsi, Dabbi, Óli

Með nýrri og minni meðalþyngd er kominn meiri hraði í boltann.Einnig virðist
vera lögð meiri áhersla á að spila boltanum og minni á að klobba menn.Þeim
united-bræðrum verður að sjálfsögðu aldrei gleymt en ágætt væri ef þeir minntust
á ef þeir væru leikfærir.En að bolta kvöldsins, b liðið byrjaði tímann af miklum krafti
og var a liðið í mesta basli með þá en missti þá samt ekki nema 2 til 3 mörk frá sér.
Eftir mikla uppstokkun og stöðuskiptingar sigu a liðar þó að lokum fram úr og enduðu
leikar að lokum með 4 marka sigri a liðsins.Helst er að minnast árásar Jörgens á Fúsa
sem virtist á tímabili vera af kynferðislegum toga en þeir skildu þó sáttir að lokum.
Staðan er sem sagt orðin svona.


nafn leikir mörk stig

Jörgen.........3........+9........6
Jóhann........3.........+5.......4
Sigfús.........3.........+1.......4
Gunnar.......2.........+6.......4
Jón.............3..........-1.......2
Ólafur.........3.........-3.......2
Martin.........3.........-5.......2
Dagbjartur..3.........-9.......0

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig er með fótboltaferðina okkar? Jón þú verður að bera hana undir strákana því ég held að flestir þeirra sem eru í þessum tíma kunni ekki á tölvur og þ.a.l. lesi ekki þetta blog:). Gummi ætlaðir þú ekki að finna út einhvern leik?

21/9/06 11:35

 
Anonymous Nafnlaus said...

Leikur sleikur, jú það má eflaust finna eitthvað þannig. Eru menn heitir?

Og varðandi Fúsa og Jörgen, þá segir það sig nú sjálft að þessi hommatetur hljóta að skilja sátt svo lengi sem árásin er af kynferðislegum toga!

21/9/06 18:05

 
Anonymous Nafnlaus said...

Var ekki ákveðið hjá Dabba í sumar að fara í ferð í haust, er ég sá eini sem man eftir þessari ákvörðun?

21/9/06 23:47

 
Anonymous Nafnlaus said...

Jú eitthvað var rætt að kíkka á Eið og Barca. Verst að kallinn sleppur ekkert í liðið hjá þeim... :)

Annar eru Úrval Útsýn með ferð en uppselt í hana. Prísinn var 77.000 kall.

Nánar: http://www.uu.is/ithrottir/fotbolti/ferdir-a-leiki/barcelona-v-villarreal/

25/9/06 23:26

 
Anonymous Nafnlaus said...

Annars væri þetta kannski bara ferðin, Celtic-Man. United í Glasgow:

http://www.icelandair.is/heim/pakkaferdir/ithrottaferdir/nanar/store65/item52024/

25/9/06 23:29

 

Skrifa ummæli

<< Home