Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

miðvikudagur, október 04, 2006

Vörn á móti sókn

a.lið Óli Gunni Jói Jón
b.lið Dabbi Jörgen Matti Varði




Í liðin skiptist þannig að varnarmenn voru allir í a.liðinu og sóknarmenn allir í b.liðinu.Leikurinn hófst enda þannig að vörnin hélt mjög vel og skoraði eitt og eitt.Fljótlega var a.liðið komið í 3 mörk og hélt því ansi lengi.Þegar vel var liðið á tímann fóru sóknartilburðir a.liðsins að klikka og fengu þeir nokkur mörk í bakið og var staðan þegar fjórar mínútur voru eftir orðin 1 í + fyrir b.liðið.En með seiglu og síðan frábærri sókn tvíbbanna komust varnarliðar yfir og héldu út með eitt mark í plús. taflan verður sett upp seinna bæbæ.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home