Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

fimmtudagur, október 19, 2006

Jæja loksins full mæting

a.lið Jón,Gunni,Jói,Matti
b.lið Fúsi,Jörgen,Óli,Dabbi



Smávægileg tölvuvandræði eru ástæðan fyrir seinkun færslunnar strákar mínir.
Í þessum tíma var svipuð uppstilling og um daginn þ.e. tvíbbarnir og Jón en í stað Óla var Matti með vörninni og Fúsi kominn úr legrannsókn í hinu liðinu.Enda kom á daginn að tíminn byrjaði svipað og hinn.Vörnin hélt þokkalega og náði að vera 3-4 mörkum á undan b.liðum framan af.Gríðarlegur hraði var í tímanum og tók það sinn toll því þegar korter var eftir fór a.liðinu að fatast flugið.Hittnin á rammann breyttist í hittnina í rammann.Á þessu síðasta korteri skaut vörnin yfir tíu skotum í stöng og slá og þrátt fyrir að Matta tækist að græta Jörgen tvisvar með því að 1:hóta klobba en setjann fram hjá 2:skjóta í klobba og hitta vel.Leikmenn b.liðs náðu því fram hefndum að þessu sinni og unnu með þremur.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jón, þú verður að vera duglegri að blogga úrslit og stöðu svo maður geti fylgst með ykkur í sveitinni!

20/10/06 21:50

 
Anonymous Nafnlaus said...

Tölvuvandræðin hljóta að liggja í því að tölvan hans hafi neitað að setja inn úrslitin því hver trúir því að Dabbi hafi unnið tvo leiki í röð.

20/10/06 22:46

 
Blogger Tækklarinn said...

jÁ ÉG SKAL VERA FLJÓTARI MEÐ ÞETTA
NÆST

24/10/06 10:54

 

Skrifa ummæli

<< Home