Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Sigurganga Dabba stöðvuð

a.lið Jón,Jörgen,Jói,Óli
b.lið Fúsi,Dabbi,Gunni,Óðinn




Jæja svo bregðast krosstré sem önnur tré, það sannaðist í þessum tíma.Enn koma í ljós hversu skipulagshæfileikar unitedliða voru miklir.Vegna allt of langs fyrirvara gleymdi Tækklarinn því að Matti yrði ekki í tímanum og það fattaðist ekki fyrr en 5 mínútum fyrir tímann.Með einstöku snarræði bjargaði Dabbi Óðni inn en tíminn byrjaði korteri of seint.Eina sem Tækklarinn getur gert er að afsaka sig margfaldlega og lofa að þetta komi ekki fyrir aftur.Enn þá að bolta kvöldsins.
Jafnræði var með liðunum framan af og liðin skiptust á að skora.En eftir tuttugu mínútur fékk tækklarinn bolta í hreðjarnar og þá varð ekki aftur snúið,a.liðar hreinlega lokuðu markinu. Staðan var 1+ fyrir b.liðið en á þeim átjan mínútum sem eftir lifði skoruðu þeir eitt mark en a tíu.Allt liðið var að verja bolta út um allann völl og b.liðar sáu ekki til sólar.Það hvað tíminn var stuttur var það eina sem bjargaði b frá tíu marka tapi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home