Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Varnaliðið, endurtekið efni

a.lið Jón,Óli Jóhann,Gunni
b.lið Jörgen,Fúsi,Dabbi,Matti


Það var lok lok og læs og allt í stáli hjá vörninni í kvöld. A.liðar voru smá stund að stilla saman strengi sína og á meðan skiptust liðin á að skora.Vörnin lá mjög aftarlega og spilaði nánast svæðisvörn og á meðan reyndu b.liðar bæði að skjóta fyrir utan og senda inn en fátt beit.Og þrátt fyrir að vera dyggilega studdir af Koeman sem að eigin sögn sagði það vera í von um jafnan leik beit fátt á a.liða.Auðvitað skiptir það máli þegar boltinn virðist fara í gegnum menn eins og gerðist í tvígang hjá Jörgen og að a.liðar skoruðu fimm mörk með sendingum í vegginn fyrir ofan markið en munurinn á liðunum í kvöld var einfaldlega töluverður.Gamli skoraði lítið en Elsti var grimmur.Dobbel spiluðu sem einn maður og Tækklarinn stóð fyrir sínu.Tíminn endaði því með 10 marka mun og góðri afmælisgjöf til Gunna.Og já til Jóa líka að sjálfsögðu. Taflan upp á morgun bæbæ.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home