Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Skritinn leikur maður

a.lið Matti,Gunni,Fúsi,Jón
b.lið Jörgen,Óli,jói,Dabbi


Já blandan Gamli og Tækklarinn virðist kalla fram eitthvað ofmat sem hefur komið þeim í koll (versta tap ever 10-1) en eins og í kvöld svaka byrjun 5-0 og síðan gengur allt á afturfótunum.Já leikurinn byrjaði vel fyrir a.liða og var áhorfandinn farinn að örvænta um metið sitt en síðan hrukku b.liðar í gang og byrjuðu sinn leik en á meðan skutu fyrrnefndir á markið í gríð og erg,hreinlega einokuðu skot a.liðsins og hittu ekki neitt. B menn fóru að setja mörk í öllum regnbogans litum en a rétt héldu í,komust reyndar í sjö mörk á tímabili en svo seigluðust b.liðar upp að hlið þeirra að vísu með smá hjálp frá mótherjunum.Matti átti tvö, Jón og Fúsi sitthvort sjálfsmarkið á þessum tíma.13 mínútur eftir a.liðar með 1 í plús og eitthvað gerist.Gunni fær loks að skjóta og setur tvö og skriðan fer af stað. Ellefu mínútum síðar er leiknum lokið með tíu marka sigri a.liða,ótrúleg umskipi á stuttum tíma. Við í hópnum þökkum síðan áhorfandanum kærlega fyrir komuna og vonum hið besta með hnéð. Tafla á morgun bæbæ.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home