Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.
Ég fór aðeins að skoða málin þar sem mér fannst fullmikið skorað í lokaumferðunum. Í ljós kom þá að aðeins einu sinni í vetur varð jafntefli, einu sinni vannst eins marks sigur, einu sinni tveggja marka sigur og tvisvar þriggja marka sigur. Hins vegar unnust fjórum sinnum 10 marka sigrar!
Niðurstaða þessarar vísindarannsóknar minnar er sú að gæði boltans hafi minnkað til muna í vetur. United-mannanna er sárt saknað; það voru þeir sem settu baráttu í leikinn. Það er líka ekkert sem er sætara en að vinna með einu marki og eins og sjá má þá gerðist það aðeins einu sinni núna á haustönninni.
3 Comments:
Ég fór aðeins að skoða málin þar sem mér fannst fullmikið skorað í lokaumferðunum. Í ljós kom þá að aðeins einu sinni í vetur varð jafntefli, einu sinni vannst eins marks sigur, einu sinni tveggja marka sigur og tvisvar þriggja marka sigur. Hins vegar unnust fjórum sinnum 10 marka sigrar!
Niðurstaða þessarar vísindarannsóknar minnar er sú að gæði boltans hafi minnkað til muna í vetur. United-mannanna er sárt saknað; það voru þeir sem settu baráttu í leikinn. Það er líka ekkert sem er sætara en að vinna með einu marki og eins og sjá má þá gerðist það aðeins einu sinni núna á haustönninni.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur!
15/12/06 17:46
Get ekki annað en verið sammála Gumma.
18/12/06 21:53
Ég sá strax að það vantaði einn leik hjá stúdentnum og var það átta marka leikur. En annars var framtak hans virðingarvert.
20/12/06 09:17
Skrifa ummæli
<< Home