Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Jafntefli er staðreynd

a.lið Jón, Jörgen,Óli,Gummi
b.lið Dabbi,Fúsi,Matti,Guðni

Já doublelaus fótbolti í kvöld þar sem Jói gat ekki verið minni maður en bróðir sinn og tjónaði liðþófa eins og hann.Vonum við að þeir komi sem fyrst aftur.Ekki að menn séu óánægðir með varamennina,langt í frá.Leikurinn var jafn allann tímann.Aðeins hallaði á b.liða til að byrja með og þá aðallega vegna óheppni þeirra sjálfra.Dabbi var duglegur að hjálpa a.liðum með nokkrum gjafaboltum og náðist á þessu tímabili fjögurra marka munur.En b menn svöruðu fyrir sig og þegar 25 mín. voru búnar þá var staðan jöfn og stuttu síðar komust þeir yfir.Eins og vanalega þegar unitedmennirnir eru með fer af stað klobbunar og vippkeppni ógurleg og dragast flestir leikmenn niður á þetta plan.Jörgen og Guðni vippuðu yfir hvorn annan og Jón klobbaði Matta ofl. í þeim dúr.En áfram með tímann a.liðar komust aftur í fjögur mörk og sáu fram á að geta stolið sigri en með hjálp Jörgens og að sjálfsögðu þeirra sjálfra komu b.liðar til baka og náðu að jafna stuttu fyrir lok tímans og við það sat.

5 Comments:

Blogger Tækklarinn said...

Noh bara komnir með aðdáanda að blogginu okkar maður!!Vona nú að þessi andskoti verði ekki daglegur gestur.Þá líkar mér nú betur við Kanslarann þó gaman væri að vita hver hann er.

10/1/07 11:56

 
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er búinn að fatta hver Kanslarinn er, enda ekki um marga að ræða. Ef þú beitir útilokunaraðferðinni þá kemstu að því líka.

Annars var þetta skemmtilegur tími og déskoti jafn. Greinilegt að koma United-mannanna hefur lyft þessu á hærra plan!

10/1/07 16:18

 
Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð að biðja Jón að leiðrétta það að menn dragist NIÐUR á það plan að klobba og vippa. Hvað er skemmtilegra og fallegra í þessum skemmtilega leik en að sjá fallega vippu lenda í markinu. Og tala nú ekki um að klobba Matta og láta hann vita af því ef hann hefur ekki tekið eftir því. Og ef allt er eftir bókinni þá kallar Matti að ekkert komi hvort sem er út úr því að klobba hann.

10/1/07 18:56

 
Anonymous Nafnlaus said...

Eru engin comment á hinn stórleikinn í gær???? 9 marka leikur, hvar er Óli með plammeringar??????

10/1/07 18:56

 
Anonymous Nafnlaus said...

Gummi minn auðvitað fannst þér gaman þú varst að spila fótbolta með skemmtilegum mönnum ekki bandí með þýskum hestakellingum

12/1/07 10:37

 

Skrifa ummæli

<< Home