Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Lukkan getur verið merkileg

a.lið Jón,Fúsi,Óli,Gunni
b.lið Jói,Jörgen,Matti,Dabbi


Já það getur verið merkilegt hvernig dregst í lið.Drátturinn leit betur út á pappírunum fyrir a.liðið.Enda kom það líka á daginn.Leikurinn byrjaði með því að allt fór inn hjá a.mönnum en ekkert gekk hjá b.liðum.Áhorfandinn sem reyndar var í galla og kom meira aðsegja inná minntist eitthvað á 11-1 leikinn fræga þegar staðan var orðin 6-0 en þá kom Fúsi þeim til bjargar og gaf b.mönnum fyrsta markið þeirra.En þau urðu ekki mikið fleirri.Eftir 25 mínútur var leikurinn búinn með 10 marka sigri a.liðsins sem fór algjörlega á kostum bæði í vörn og sókn.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér fannst nú vendipunkturinn í leiknum vera þegar ég kom inn á og klobbaði Jóa.

17/1/07 12:45

 
Anonymous Nafnlaus said...

Já það var illa farið með hann frænda þinn ég átti eina vippu yfir hann líka

18/1/07 16:56

 

Skrifa ummæli

<< Home