Rosaleg spenna
a.lið Jón,Fúsi,Dabbi,Jói
b.lið Jörgen,Matti,Gunni,Óli
Já drengir það kom á daginn sem ég spáði eftir síðasta tíma að þessi umferð gæti orðið spennandi.Meira aðsegja svo spennandi að tölvan mín gaf sig við að skrifa pistilinn og þar sem ég er í fríi í vinnunni þá kemur pistillinn bara núna og ég sé til hvenær ég kemst í töflugerð.En leikurinn byrjaði ágætlega fyrir a.menn,þeir skora fyrstu þrjú mörkin og gamlingjarnir héldu sig nokkuð góða bara.En þeir hinummegin á vellinum voru ekki á því að gefast upp og komust inn í leikinn og byrjaði þá jójóið að rúlla upp og niður.Á tímabili fór allt inn hjá b og síðan a.Menn fóru að skora með því að setja í stöngina og bakið á mönnum og Jón skoraði 4 mörk með vinstri.Á tímabili voru b.liðar 3 yfir en í lokin náðu a.menn að komast einu yfir að mig minnir en b.menn jöfnuðu og síðan endaði leikurinn með sanngjörnu jafntefli og möguleikanum á frábærum rematch.Taflan breytist semsagt ekkert en ég vona að ég komist nú samt í að uppfæra hana fljótlega.
1 Comments:
Er rétt það sem ég heyrði að menn, þó aðallega Jörgen og Gunni hafi verið að sparka í Fúsa? Mann kominn á fimmtugsaldurinn. Svei ykkur.
26/1/07 11:29
Skrifa ummæli
<< Home