Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Gunnar er enn taplaus

a.lið Gunnar,Jón,Jörgen,Matti
b.lið Dabbi,Fúsi,Jói,Óli

Já liðin í kvöld breyttust lítið Gunnar skipti við Fúsa en annað var eins.Fertugu mennirnir byrjuðu betur og komust fljótlega í 3 mörk en eins og vanalega núorðið gekk a.liðinu illa að finna netmöskvana framan af og kom þeirra fyrsta mark eftir 10 mínútur.Ströggluðu nú a.menn við það að komast inn í leikinn en gekk rólega.Hinir fertugu reyndu að halda uppi tempoinu í leiknum og voru mikil hlaup fyrstu 20 mínúturnar.Eftir að mig minnir tuttugu og sjö mín. og gagngerar endurbætur á uppstillingu þá voru Gunnar hinn ósigraði og kappar hans loksins komnir yfir og þá forustu létu þeir ekki af hendi út allan tímann.Eins og vanalega þegar þeir unitedliðar eru ekki gekk tíminn mest út á fótbolta og minna út á vippur og annað rugl.Nema kannski að Jói reyndi að minnsta kosti 2 yfir bróður sinn en hinn ósigraði sá við honum á ævintýralegan hátt.Frábærar umræður á netinu verða vonandi eftir þennann tíma eins og aðra undanfarið.Tafla á morgun bæbæ

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home