Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Þeir verða ekki skritnari leikirnir

a.lið Jón,Fúsi,Dabbi,Jörgen
b.lið Jói,Gunni,Óli,Matti


Já þessi tími var magnaður á alla vegu.Hann byrjaði á því að Tækklarinn klikkaði á frekar góðu færi og síðan komu þrjú mörk frá Matta í röð.Félögunum í a.liðinu gekk ekki mjög vel upp við markið Fúsi fann ekki netmöskvana og vörnin var í messi á meðan gekk flest upp hjá b.liðinu.Þeir spiluðu ágætlega saman og Matti og Óli skoruðu þar sem þeir vildu.En a.genginu tókst að halda í við þá og héldust þetta þremur til fjórum mörkum fyrir aftan en komust svo inn í leikinn og náðu svo að komast einu yfir í stuttann tíma.Allan þennan tíma var félagi Fúsi að reyna og reyna en kom boltanum bara ekki inn.Með seiglu og að ég held tveimur klobbum í netið frá Matta og líka þremur vippum yfir alla nema Fúsa komust b.liðar aftur í fjögurra marka forustu.Sennilega um 15 mín. eftir og þá kviknaði loks á a.liðinu og mörkunum hreinlega rigndi inn.Þegar átta mín. eru eftir skorar loks Fúsi og kemur a. í tvö yfir og tveimur mín. seinna er staðan orðin sex í plús...Leikurinn að sjálfsögðu löngu búinn og málið dautt er það ekki ? Það héldu allavegana flestir a.liðar en svo var nú aldeilis ekki.Með smá skammt af þrauseigju dash af heppni og fáranlegri vippu frá Matta tókst þeim b.mönnum að jafna helv. leikinn fjórum sekúndum fyrir leikslok.
Þetta er nú leikurinn í hnotskurn en ég ætlast til þess að menn komi nú duglegir að lyklaborðinu og tjái sig um einstök atriði,ég veit að ég ætla allavegana að gera það á morgunn.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er alveg viss um að úrslitin eru Koeman að þakka hann djöflaðist svo rosalega í Fúsa gamla með að hann væri ekki búinn að skora og við þekkjum nú gamla kallinn hann panikkaði alveg upp úr öllu valdi. Einnig hef ég rökstuddan grun um að Koeman hafi haldið hurðinni þar til jöfnunarmarkið kom.

14/2/07 14:09

 
Anonymous Nafnlaus said...

Ég vil hafa alla tíma jafna og mér tókst það hvernig sem ég fór að því, segi ekki meir.

14/2/07 16:20

 
Anonymous Nafnlaus said...

Er full timbraður núna eftir fagnaðar lætin í gær húrrrrr...a tjái mig seinna. ef við höfðum fengið 7-8 sekundur viðbót höfðum við unnið þannig þið megið þakka fyrir jafntefli.

14/2/07 18:02

 
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef áhyggjur af hálsrígunum hjá a liðinu af völdum síendurtekna vippa þið voruð heppnir að ná jafntefli. það er ekki nóg að vera betri í 5 mín og geta ekki neitt í hinar 45 mín.

14/2/07 22:26

 

Skrifa ummæli

<< Home