Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Hálfgerður jójó leikur

a.lið Jói,Jón,Jörgen,óli
b.lið Dabbi,Fúsi,Gunni,Matti



Já þetta var svolítið furðulegur leikur.Í fyrsta skipti í langann tíma byrjaði lið Tækklarans þokkalega og skoraði allavega tvö fyrstu mörkin en lentu síðan undir og voru undir fyrstu 20 mín.Ekki veit ég hvort að áhorfendafjöldinn ( 3 ) var að setja einhverja pressu á leikmenn eða hvað en mikið var um spörk út í loftið og ekki mjög fallegann fótbolta.Einhver losarabragur var líka á uppstillingum liðanna beggja.En aftur að leiknum á næstu 7 mín. náðu a.liðar að jafna leikinn og komast yfir en það stóð stutt yfir og komu b.liðar sér inn í leikinn aftur fljótlega og komust í þetta þrjú til fjögur mörk yfir og héldu þvi nokkuð lengi.Ekki voru nema rúmar tíu mín. eftir þega a.liðið hrökk í gang og skoraði 5 ljótustu mörk sem skoruð hafa verið í röð og það á stuttum tíma og héldu sér síðan fyrir ofan b.menn og unnu loks leikinn með 4 mörkum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home