Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

miðvikudagur, mars 14, 2007

11.umf Allt opið nema á topp og botni




Já einungis 5 stig skilja að sæti 2 og 7.Spennandi deild í gangi.

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Lítið að segja um leikinn í gær,bara gríðarleg vonbrigði,spái bræðurnir jörgen og óli ´´i næsta leik og þeir vinna og allt galopið ef sigur vinnst,man ekki eftir slíkri skiptingu.

14/3/07 18:26

 
Anonymous Nafnlaus said...

Langt síðan ég hef sett inn vinningshlutfall, en það hefur breyst dálítið síðan síðast.

Jón 77%
Gunni 62%
Fúsi 61%
Óli 59%
Jörgen 50%
Matti 50%
Jói 40%
Dabbi 23%

15/3/07 16:18

 
Anonymous Nafnlaus said...

Tækklarinn er lítið hissa á því að vinningshlutfall Gunnars hafi lækkað eftir að hann byrjaði að mæta eins og maður.

19/3/07 13:24

 
Anonymous Nafnlaus said...

Guðni ert þú ekki maður í bolta ? Veit að kr fór í oddaleik í körfunni

19/3/07 13:36

 
Anonymous Nafnlaus said...

Ég mæti galvaskur, verst að geta ekki klobbað Matta. Reyni bara að vippa yfir annan hvorn tvíburann

19/3/07 19:12

 
Anonymous Nafnlaus said...

Ef Guðni verður fyrir Matta þá eru útlit fyrir 4 öryrkja í tímanum þar sem öklinn á mér er ennþá í klessu eftir að jói sparkaði fólskulega í mig í þarsíðasta tíma .
Spá mín um skiptingur er
Jón Óli Fúsi og Dabbi.
Og Við vinnum með einu og staðan breytist lítið nema að tvíbbarnir fara upp fyrir Fúsa.Treystum á að Fúsi skjóti mikið í tímanum og allt yfir eða framhjá .

20/3/07 13:16

 
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki á nú þessi spá eftir að rætast því komin er upp sú staða að Guðni kemur fyrir Matta Konni kemur fyrir Fúsa og Viggi kemur fyrir Óla.Greinilegt að í svona slagviðri tekur gigtin sig upp hjá þeim fertugu.

20/3/07 14:54

 
Anonymous Nafnlaus said...

Ég spái Jón, Guðni og tvíbbarnir sem sagt MANGÓ style

20/3/07 15:32

 
Anonymous Nafnlaus said...

Ef bræðurnir og Jörgen vinna í kvöld er það besta sem getur komið fyir töfluna í kvöld, má segja að þetta sé 4 stigar leikur í kvöld, annars fær guðni afmælisgjöf frá mér í kvöld 1 eða 2 vippur.

20/3/07 17:01

 
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að Jói sé að tala um vippur. Fyrir þá sem ekki komust í gær og sjarmatröllið fyrir norðan þá var töf á að við gátum hafið leik þar sem einn kom of seint og byrjuðum við léttan leik 3 á móti 4. Það reyndu allir að vippa yfir Jóa hvar sem er á vellinum og það er greinilegt að þegar hann vippaði yfir sjálfan sig situr enn í mönnum. Meira að segja Viggi hafði heyrt af þessu og reyndi vippur í tíma og ótíma.

21/3/07 09:22

 

Skrifa ummæli

<< Home