Öruggur sigur
a.lið Fúsi,Gunni,Jón,Jörgen
b.lið Dabbi,Jói,Matti,Óli
Eins og undanfarna tíma byrjaði Dabbi á því að skora og það tvö stórgóð mörk.Fyrstu tíu mínúturnar var b.liðið með boltann nánast allann tímann en samt var jafnt 3-3 merkilegt nokk.Á næstu tíu mín. komust a.menn í sjö marka forystu og hún hélt að mestu út tímann.Einhver vandræði voru hjá b.mönnum með vörnina og mörkin sem þeir fengu á sig voru mörg ódýr.Hins vegar voru þeir að skora ágætismörk nett skot og fínir krossar.Áhorfandanum fannst áberandi flottast mark hjá Jóa og Óla, löng sending upp völlin og skalli í netið.Einnig átti Jói gott mark þar sem hann plataði Tækklarann og setti boltann út við stöng hjá bróður sínum.En einmitt út af lekri vörninni náðu a.liðar tíunni þegar tólf mín. lifðu af tímanum og var það verðskuldað.Það verður að viðurkennast að skiptingin gat nú ekki verið mikið ef þá nokkuð ójafnari miðað við möguleikana að þessu sinni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home