Tækklarinn búinn að taka þetta.
a.lið Jón,Jörgen,Gunni,Guðni
b.lið Óli,Jói,Dabbi,Viggi
Enn var mætingin ekki nógu góð og voru þar the usual suspects þ.e. Matti karfa og Fúsi sem að þessu sinni treysti ekki konunni sinni einni með einhverjum iðnaðarmönnum.En leikurinn var jafn og spennandi sem betur fer og byrjuðu þeir b.liðar á að komast í 4 í plús og hélst markatalan í kringum það fyrstu tuttugu mín. eða svo.Romulus(annar tvíburinn sem stofnaði Róm til forna) var eitthvað ekki alveg góður í löppinni og hnéð á Koeman virtist ekki í sínu besta formi.Eftir gagngerar breytingar á uppstillingu fóru a.liðar í gang og skoruðu 5 mörk í röð og unnu sig vel inn í leikinn.Upphófst nú mikil barátta þar sem liðin skiptust á að skora en a.liðið var alltaf aðeins yfir.Munaði þar kannski einhverju um það að Remus(hinn tvíburinn sem stofnaði Róm á sínum tíma) og co. voru geysilega hrifnir af tréverkinu og taldi Tækklarinn að minnsta kosti sex skot í rammann.Þar sem Koeman var með voru nokkrar vippur teknar en engin tókst að þessu sinni.Í lok tímans voru b.menn með boltann og aðeins eitt mark skildi að þegar hurðin opnaðist loks og sagðist Dabbi alveg hafa "séð" boltann inni hvað svo sem það þýðir hjá honum.En allavegana sluppu a.menn með skrekkinn og unnu með einu marki.
3 Comments:
Ég vippaði yfir Vigga og skoraði, ég vippaði yfir Dabba á miðjum vellinum tók boltann og skoraði. Það vita allir að Dabbi sér nú ekkert alltof vel, ég stóð í markinu og það er ekki séns að hann hefði skorað hefði hann fengið tækifærið.
18/4/07 15:00
Þessar tilraunir Koeman taka aldrei enda. Hann gæti ekki vippað yfir MÚS sem stæði á línunni eða mundi liggja á bakinu þetta er alveg ótrúlegt maðurinn er 36 og getur þetta ekki ennþá.EITT ER ÖRUGGT Í ÞESSU LÍFI HANN GETUR EKKI VIPPAÐ. Þetta gerir þriðjudags tímana svo skemmtilega hann getur ekki hætt þessu sama hversu marga sjénsa ég gef honum.
18/4/07 22:31
Ég er nú bara 35 og meira að segja nýorðinn. Ég vil samt minna Jóa á þegar ég vippaði yfir hann á skólalóðinni við Álftamýrarskóla en þá stóð hann á marklínunni en samt náði ég fallegri vippu ekkert ósvipuð þeirri þegar HANN VIPPAÐI YFIR SJÁLFAN SIG.
20/4/07 14:29
Skrifa ummæli
<< Home