Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Magnaður endir

a.lið Dabbi,Fúsi,Jón,Jörgen
b.lið Gunnar,Jóhann,Óli,Matti

Það voru aldeilis mögnuð tilþrif í tima kvöldsins.Í sömu uppstillingu fyrr í vetur endaði tíminn á dramatísku jafntefli og spurningin var hvort það myndi endurtaka sig í kvöld.Sá gamli ætlaði svo sannarlega ekki að lenda í því og byrjaði leikinn einbeittur og ákveðinn.Elstur og Rómaþríburarnir (Matti var í Rómatreyju) tóku reyndar vel á móti og settu upp sannkallaða sýningu í kvöld.Eftir tuttugu mín. leik fór vippvélin þeirra í gang og komu fjögur stykki á næstu fimm mín. í öllum regnbogans litum yfir bæði Tækklarann og Júgóvits.Það eina sem skemmdi fyrir var að fyrir hverja vippu fengu þeir á sig eitt og hálft mark og a.liðar voru eftir þessa hneisu komnir með sjö marka forystu.Vippunum átti síðan eftir að fjölga um tvær og svo tóku við neglingar í vinklana og annað góðgæti.Eitthvað fataðist a.mönnum flugið og b.liðar unnu sig inn í leikinn og var staðan komin í tvö mörk þegar um tíu mín. voru eftir. En þá náðu Dabbi og co. að stöðva Rómverjana og fengu við það hjálp frá æðri máttarvöldum að því er virtist því hreinlega allir boltar féllu með þeim í vörninni.Fóru boltar í vegginnskotin,snertu hliðarnet og síðan ráku menn tánna í bolta og svo framvegis.Endurheimtu a.menn fjögurra marka forystu og voru nokkuð öruggir í lokin og endaði leikurinn með þriggja marka sigri og með því miklum sveiflum í töflunni sem við komumst síðan að í fyrramálið.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki alveg gefið að þegar tvíburarnir lenda saman í liði og svo einn í viðbót í Roma treyju að það sé tapaður leikur?

25/4/07 10:28

 
Anonymous Nafnlaus said...

KOEMAN VAR NÚ HEPPINN AÐ VERA EKKI Í LIÐI A Í GÆRKVÖLDI, því ÍTALARNIR áttu allt vippið í gærkvöldi.TÆKNI + FAGURFRÆÐI= íTALSKIBOLTINN. GUÐNI HEFÐI STAÐIÐ MEÐ TUNGUNA ÚTUR SÉR Á HLIÐARLÍNUNNI Í GÆR OG HORFT MEÐ AÐDÁUN Á RÓMVERJANA í gær OG grátbiðið SERIA A OG HINA RÓMVERJANNA AÐ KENNA SÉR ÞETTA ÞVÍ ÞETTA TEKST SJALDNAST HJÁ HONUM

25/4/07 22:21

 
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki eru menn að monta sig yfir að vippa yfir Jörgen og Jón???? Það er svipað erfitt og að fá súludansmær að taka við 5 þúsund kalli.......

26/4/07 12:22

 

Skrifa ummæli

<< Home