8. umferð: Naumur og ósanngjarn sigur
25. október 2:0
A: Óli, Jói, Guðni, Fúsi
B: Jörgen, Ketill, Gummi, Dabbi
Það ætlar að ganga illa fyrir Daybright að innbyrða sinn fyrsta sigur í vetur, en ef sanngirnin réði alltaf úrslitum þá hefði hann bætt við sig tveimur stigum í kvöld.
Leikurinn hófst með massívum sóknum B-liðsins, en illa gekk að koma tuðrunni í netið og allt í einu var A komið með tveggja marka forustu. B tókst þó að jafna og leikurinn var lengi vel í kringum núllið. En þá tók Jói allt í einu upp á því að verja eins og motherfokker um leið og B lak inn klaufamörkum og skyndilega var staðan orðin 7 mörk A í hag. Við það hysjuðu B rækilega upp um sig buxurnar og sundurspiluðu slakt A liðið en því miður dugði tíminn ekki til og leikurinn TAPAÐIST 0:2. :-(
6 Comments:
Ég held að það hefði ekki skipt máli hversu lengi við hefðum leikið í kvöld, við hefðum unnið hvort sem er svo öruggt var þetta. Þegar gamli er í slíku formi þá er engin hætta....
25/10/05 22:50
Uss, þó að endurútgefinn Rod Stewart-ellismellur hljómi ágætlega til að byrja með, þá er hann nú orðinn ansi þreytandi og slappur þegar lagið er að verða búið. ;-)
26/10/05 12:17
tækklarinn tók ekki þátt í þessum leik en er ánægður með útkomuna og að sjá hversu jöfn deildin er.Held að Dabbi komi sterkur inn í síðari
hlutann þegar "áttakið" fer að skila tilætluðum árangri.
27/10/05 14:18
Tækklarinn var að reyna að reikna áðan og fékk út að mæting væri 93,75 prósent má nú ekki lækka mjög mikið
27/10/05 14:33
Samt svolítið vont fyrir Dabba kallinn að það skyldi kvikna í KFC því nú telst þetta nýr staður og þarf kallinn að prófa alla réttina.......og þá er fjandinn laus
27/10/05 18:39
Smá samkeppni drengir um að hanna lógó mangómeistaradeildarinnar þannig að við getum látið búa til fyrir okkur boli þannig að við getum hætt að ruglast á Fúsa og Dabba
Var að hugsa um að það yrðu 2 bolir á mann ljós og dökkur sem á yrði aftaná númer og merki mangóboltans og framaná myndu menn svo setja merki þess liðs sem menn vilja hafa td, Liverpool Breiðablik og KFC hjá Dabba.
Svo mæta menn alltaf með með báða bolina og þá verður þetta svolítið flott hjá okkur
1/11/05 18:20
Skrifa ummæli
<< Home