9. umferð: Hafa skal það sem betur hljómar
1. nóvember 10:0
A: Jón, Jörgen, Matti, Fúsi
B: Jói, Guðni, Gummi, Dabbi
Það verður að segjast eins og er að þeir Jói, Guðni, Gummi og Fúsi áttu stórleik í seinni leik kvöldsins og hreinlega völtuðu yfir andstæðingana. Johnny Boy, Jugovic, Matthaus og Daybright voru teknir þvílíkt í kakóið að það hálfa hefði verið nóg! Tíu marka sigur var niðurstaðan og fjórmenningarnir, sem hér síðast voru upp taldir, gengu hnípnir af leikvelli.
Af þeim sem áttu stórleik í kvöld verður sérstaklega að nefna Fúsólf. Hann var eins og eldflaug í vísindaskáldsögu eftir Jules Verne, ataðist í öllum og öllu, og gerði hvert markið á fætur öðru. Var hann í svo miklu stuði að hann setti meira að segja eitt með skallavippu í eigið mark! Var ekki að sjá að þarna væri á ferðinni ellilífeyrisþegi sem reykir þrjá pakka á dag og er keyrður um í göngugrind á milli leikja. Já svei mér þá og sei sei sei, að hugsa með sér....
8 Comments:
Eitthvað hefur Stormcenterinn komist í byrgðirnar mínar núna því annað eins fíaskó hefur maður ekki séð !!!Af eftirlitsmyndavélum að dæma var a-liðið miklu betra og gekk brosandi af velli.
2/11/05 14:51
Nei nei nei nei, þú ert alveg high á eigin supply. Öll umfjöllunin að ofan miðast við SEINNI leik kvöldsins, þar eð ég var búinn að gleyma þeim fyrri er ég kom heim. ;)
2/11/05 18:01
Áhugavert hvað menn eru fljótir að gleyma og ég get ekki betur séð en að það sé efni í stórmerkilegan pólitíkus á ferðinni.Þegar menn geta tekið hræðilegar aðstæður sem eru allt að því martraðarefni og snúið þeim sér í hag með því að horfa á eithvað allt annað og lítilvægt og gert það að sínu.
X- Gummi
2/11/05 19:03
Mér fannst nú rassskellingin í seinni leiknum svo rosaleg að við ættum að fá tvö stig líka. Er það ekki allt í góðu þá fá allir tvö stig nema Fúsi hann fær fjögur og Dabbi ekkert frekar en fyrri daginn...
2/11/05 21:46
Hvernig var það, klýndi ekki Gummi einum í sammarann eins og hann lofaði mér ????
2/11/05 22:04
Engin slík loforð voru gefin fyrir þennan tíma. Og mér finnst það alveg ómögulegt þegar menn beita svona hentistefnu, t.d. varðandi það að herma upp á mann gömul loforð.
Svo vil ég benda Jörgen á það að við hér á Mangótíðindum segjum helst bara fréttir af því sem hentar okkur. Ef við þurfum að segja fréttir af öðru þá reynum við að túlka það okkur í hag.
3/11/05 07:30
Leyfið mér að umorða, hefur Gvendur einhverntíma klýnt í sammarann ??? og þá er ekki átt við eigin svita :-Þ
6/11/05 13:50
tækklarinn er ánægður með umræðuna á vefnum.Tækklarinn er reyndar svolítið hissa á koeman að heimta stig fyrir aukaleikinn en í ljósi þess hvernig hann var tekinn í bakaríið í fyrri leiknum er þetta kanski ekkert skrítið.Lifi fótboltinn Lifi tækklarinn.
7/11/05 16:10
Skrifa ummæli
<< Home