Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

þriðjudagur, desember 13, 2005

15. umferð: Vippiddí vipp!

13. desember 9:0
A: Jón, Fúsi, Guðni, Gunni
B: Matti, Jói, Óli, Dabbi

Svo bregðast krosstré sem önnur tré því undirritaður forfallaðist í þessum síðasta leik á haustönn 2005. Var það mikill missir fyrir alla unnendur góðrar knattspyrnu. Hins vegar bárust honum óljósar fregnir af úrslitum og gangi leiksins og verður hér greint frá því eftir bestu getu.

Jói á víst að hafa vippað yfir Guðna í tímanum og Dabbi líka. Svo vippuðu Jói og Dabbi saman yfir Guðna, hvernig sem það er nú hægt. Allavega er ljóst að Guðni og vippur komu mikið við sögu í kvöld.

Annað var það ekki....


þriðjudagur, desember 06, 2005

14. umferð: Oj oj oj, Johnny bara haustmeistari...

6. desember 10:0
A: Jón, Matti, Guðni, Óli
B: Gummi, Jói, Jörgen, Dabbi

Það má segja að heppnin hafi verið með Johnny boy í kvöld. Tveir óhemjuslakir leikmenn, Fúsi og Gunni, duttu út úr liði hans og í staðinn fékk hann þá Matta og Óla, sem báðir hafa verið sjóðheitir í föstudagsleikjum vetrarins og sömuleiðis þegar þegar þeir hafa verið kallaðir til. Ég gerði samt allt sem í mínu valdi stóð til að koma í veg fyrir sigur Johnny's, en því miður misheppnaðist annars ágæt tilraun mín til að únliðsbrjóta hann. En til að undirstrika hvað hann er lélegur karakter þá hefndi hann sín á mér síðar í tímanum og mér er enn dálítið illt í löppinni. :(