Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

þriðjudagur, desember 13, 2005

15. umferð: Vippiddí vipp!

13. desember 9:0
A: Jón, Fúsi, Guðni, Gunni
B: Matti, Jói, Óli, Dabbi

Svo bregðast krosstré sem önnur tré því undirritaður forfallaðist í þessum síðasta leik á haustönn 2005. Var það mikill missir fyrir alla unnendur góðrar knattspyrnu. Hins vegar bárust honum óljósar fregnir af úrslitum og gangi leiksins og verður hér greint frá því eftir bestu getu.

Jói á víst að hafa vippað yfir Guðna í tímanum og Dabbi líka. Svo vippuðu Jói og Dabbi saman yfir Guðna, hvernig sem það er nú hægt. Allavega er ljóst að Guðni og vippur komu mikið við sögu í kvöld.

Annað var það ekki....


2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er nú greinilegt að fréttaritari okkar hefur verið á einhverju öðru en kvefmixtúru í gærkvöldi. Eins og menn sjá og vita getur þessi lýsing hans ekki passað því ég vippaði yfir Jóa og Dabba og svo þá saman. Og eins og þið sjáið gefur hann mér fjögur stig fyrir sigur og skilur maður það alveg miðað við tilþrifin. Kannski er kallinn bara svekktur þar sem ég fór yfir hann og er það alveg skiljanlegt.

14/12/05 12:58

 
Blogger Tækklarinn said...

Ó sorrý, mér hefur eitthvað misheyrst í samtali okkar. En því miður er af tæknilegum ástæðum ekki hægt að leiðrétta fréttina eftirá og því stendur hún óbreytt áfram.

Ég þakka svo ábendinguna um að taflan hafi verið röng hjá mér. Ég er búinn að laga það.

14/12/05 22:57

 

Skrifa ummæli

<< Home