10. umferð: Sexy Jones og hnakkamellurnar
8. nóvember 0:1
A: Jón, Guðni, Matti, Dabbi
B: Jörgen, Jói, Gunni, Gummi
Þvílíkur leikur! A byrjaði betur og setti fyrstu þrjú mörkin en eftir það jafnaðist leikurinn og liðin skiptust á forustunni. En á endanum hafði B eins marks sigur og munaði þar öllu færinu sem Guðni klúðraði; hann skaut í þverslánna af 50 cm færi! Þannig gera náttúrlega baaara snillingar. :)
Þrátt fyrir góða baráttu skaraði enginn framúr í A-liðinu, og eftir leikinn minntu þeir helst á algjörar hnakkamellur eftir alveg heavy útreið. Gaurarnir í B-liðinu fóru hins vegar allir á kostum. Tvíbbarnir voru traustir í vörninni og drjúgir í sókninni, en svo skemmtilega vildi til að þeir áttu báðir afmæli í dag og gátu þeir vart haldið betur upp á það. En toppurinn var Jörgen; á sinn einstaka hátt tókst honum að sameina sexy football og alla "verstu" takta Vinnie Jones, og útkoman varð auðvitað bara Man of the Match.
7 Comments:
Ég er svo yfir mig hrifin af þessari samlíkingu að ég er að spá í að taka þetta nýja nafn upp hér á blogginu.
Var að reikna það út að við vorum með algera yfirburði á öllum sviðum í þessum leik.Við vorum með meiri meðalhæð(Guðni er náttúrulega semi-dvergur),við vorum með meiri meðalþyngd enda Dabbi komin með anorexiu(enda hrundu menn af okkur eins og flær af hundum),við erum með meira hár enda Matti farin að vaxa uppúr sínu og svo vorum við svo miklu fallegri sem sást best á því að Gunni ætlaði aldrei að geta slitið af sér húsvörðinn þegar hann fór að ná í muni sína. En aðeins að leiknum,önnur eins barátta hefur varla sést og engu líkara en að Roy Keane hafi verið með töflufund fyrir leik. Það var ekki laust við að það hafi verið hræðslublik í augum á A-liðinu þegar þeir sáu framan í hamramma leikmenn B-liðsins og ég held að þeir hafi verið þeirri stund fegnastir þegar vörðurinn opnaði og þeir sluppu út ósærðir nema stoltið.
Ég held samt að tilþrif tímans eigi skallapopparinn Jón fyrir hjólhestaspyrnu sína sem er nokkuð sem hefur ekki sést lengi í Mangóboltanum.
Óska þeim bræðrum innilega til hamingju með daginn og það er nokkuð ljóst að hér eftir verður Gunna skipað að sulla í Bjór um hverja helgi ef hann spilar svona eftir að vera fullur í 2 vikur í danaveldi
8/11/05 22:36
Var að vafra á vefnum(vill ekki einhver útskýra þetta fyrir Fúsa)og sá að áttunda apríl er liverpool að spila heima við Bolton og Manchester United að spila heima við Arsenal þannig að ef þið viljið fá betri leiki þá látið mig vita.Svo er bara spurning hvort Arsenal leikurinn verður ekki sunnudags leikur og þá erum við að tala saman....
8/11/05 22:51
Já þessi hjólhestur var náttla bara örþrifaþráð hjá örvæntingarfullum leikmanni. Ég er reyndar að spá hvort þetta var ekki bara misheppnað karatespark hjá honum og ég var þvílíkt heppinn að stórslasast ekki. Hann hefur ætlað að taka mig út úr leiknum for good, það er ég alveg viss um.
Líst annars ljómandi vel á leikjahugmyndina...
8/11/05 23:58
Tækklarinum finnst stormsenterinn vega illa að heiðri sínum sem knattspyrnumanns.Að gullfalleg hjólhestaspyrna tækklarans hafi verið karatespark er náttúrulega svipað og að líkja fiski við reiðhjól.Guðmundur grófi og vinir hans ættu að skammast sín fyrir mjög grófan leik í gær og ósanngjörn úrslit.Sem er reyndar ekki óalgengt í fótbolta en eins og tækklarinn taldi þetta í gær unnum við með tveimur mörkum.
9/11/05 13:07
Sendi mail á úrval/útsýn í gær og hér er svarið.
Sæll
Liverpool leikurinn verður á sunnudegi, það er klárt vegna Grand National veðreiðanna sem eru í Liverpool á laugardeginum.
Spurningin er hvenær Utd leikurinn er, það skýrsist ekki strax.
Það er beint flug þessa helgi með Flugleiðum (fyrsta beina flugið í áætlun reyndar)
Það er því farið á föstudagseftirmiðdegi og heim á mánudagskvöldi.
Er að vinna í að setja upp ferð á Utd v Arsenal og ef hann verður á laugardegi þá munum við verða með möguleika á að sjá Liverpool á sunnudeginum
Wigan v Birmingham er einnig þessa helgi, hver veit nema að sá leikur hafi vægi á þeim tíma
Sendu mér símanúmerið þitt og ég læt þig vita þegar ég hef gert þessa ferð klára
kv.
Lúðvík
9/11/05 20:43
Bjútífúl!
10/11/05 07:18
Spurning hvort nafnið eigi ekki að vera Vinnie Jugovic. Manni finnst það vel við hæfi enda er greinilegt að hann hefur horft upp til þessara manna. Ég held að það sé ekki hægt að taka Jugovic nafnið af Jörgen þó að hann hafi minnkað að henda sér niður í gólfið grenjandi og er frekar farinn að taka upp siði Vinnie Jones eins og að sparka í leikmenn andstæðinga sem samherja.
10/11/05 11:20
Skrifa ummæli
<< Home