14. umferð: Oj oj oj, Johnny bara haustmeistari...
6. desember 10:0
A: Jón, Matti, Guðni, Óli
B: Gummi, Jói, Jörgen, Dabbi
Það má segja að heppnin hafi verið með Johnny boy í kvöld. Tveir óhemjuslakir leikmenn, Fúsi og Gunni, duttu út úr liði hans og í staðinn fékk hann þá Matta og Óla, sem báðir hafa verið sjóðheitir í föstudagsleikjum vetrarins og sömuleiðis þegar þegar þeir hafa verið kallaðir til. Ég gerði samt allt sem í mínu valdi stóð til að koma í veg fyrir sigur Johnny's, en því miður misheppnaðist annars ágæt tilraun mín til að únliðsbrjóta hann. En til að undirstrika hvað hann er lélegur karakter þá hefndi hann sín á mér síðar í tímanum og mér er enn dálítið illt í löppinni. :(
4 Comments:
Ætli ég brjóti ekki odd af oflæti mínu og óski Jóni opinberlega til hamingju með sigurinn.
Til hamingju, Jón!
7/12/05 17:01
Nú er bleik brugðið.....
Það er ákveðin líking með stöðu liðanna okkar ef þið skoðið það náið þá sjáið þið að ef þið setjið riðil ykkar manna á hvolf og dragið frá ca 2000.000.000 kr þá erum við á sama stað
1. Villarreal 10 stig
2. Chelsea 11 stig
3. Real Betis 7 stig
4. Manchester United 6 stig
1. Liverpool 12 stig
2. Benfica 8 stig
3. Lille 6 stig
4. Anderlecht 3 stig.
7/12/05 22:29
Tækklarinn þakkar oddbrotið hjá stormcenternum.Einnig vill Tækklarinn éta ofaní sig ummæli um 10:0 50% af tímum hefur endað með þessum tölum og þótt tína megi til ýmsar ástæður þá er það ansi mikið.
LIFI FYLKIR
8/12/05 11:11
Ég er sammála, þetta eru alltof margir tímar, er eitthvað sem við getum gert? Sorry get ekki kvittað undir sem Koeman af skiljanlegum ástæðum
8/12/05 21:10
Skrifa ummæli
<< Home