11. umferð: Slys og sloppið naumlega
15. nóvember 0:10
A: Jörgen, Gunni, Guðni, Dabbi
B: Jón, Jói, Gummi, Fúsi
Sá hörmulegi atburður átti sér stað í kvöld að Dabbi asnaðist til þess að hita upp fyrir leik. Við það tognaði hann auðvitað og varð því að afar takmörkuðu gagni í leiknum sem fylgdi. Lið hans kom þó ákveðið til leiks og hafði nauma forustu lengi vel, en svo fór að B-liðið tók öll völd og grillaði A-llaballana með 10 kvikindum.
Fleira var svo sem ekki fréttnæmt, og þó; til að skrá það á spjöld sögunnar verður að minnast á tæklingu sem Fuser átti í "aukaleiknum". Þar kastaði hann sér upp í loft með lappirnar á undan, en felldi engan nema Jóa liðsfélaga sinn því ætlað fórnarlamb (sjálfur Jugovic) vék sér fimlega undan árásinni. Var svo aðeins hending sem réð því að Fúsólfur stórslasaðist ekki þegar Joey féll ofan á hann.
9 Comments:
Nú er Stormcenterinn óstöðvandi; búinn að vinna 2 leiki í röð! Hann mun taka 8 stig til viðbótar í þessum fjórum umferðum sem eru eftir fyrir jól. Það er bláköld yfirlýsing!
Til vara segi ég 2 stig...
16/11/05 14:21
Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir að þú lendir með Dabba? Er svindl í gangi með þetta nýja fyrirkomulag?
16/11/05 17:19
Ég treysti á að Dabbi verði ekki búin að jafna sig á meiðslunum fyrir næsta tíma. Síðan tek ég einn Fúsólf á hann á föstudeginum og hann spilar ekki meira fyrir jól. Einfalt, fljótlegt og þægilegt. :)
16/11/05 21:52
Spurning að taka blöndu af Jörgen og Fúsólfi þá er hann frá fram á næsta haust.
17/11/05 12:25
Hvernig er það með Tæklarann, finnst honum ekkert vegið að mannorði sínu? Hér er verið að ræða ofsafengnar tæklingar og allir aðrir en Tæklarinn sjálfur nefndir til sögunnar!
17/11/05 17:46
Ætlaði ekkert að tjá mig um þennan síðasta tíma þar sem um hreint slys var að ræða og ekkert við þessu að gera,reyndum okkar besta en þetta var aldrei raunhæft.Annars er það að frétta að ég er með tvöfallt hné og fer til Stefáns Dalberg á morgun í skoðun og þá kemur í ljós hvort ég má hreyfa mig eitthvað á næstunni.
Þetta er ekki fyndið,er með risa kúlu framan á hnénu fulla af vökva. Er samt ekkert illt eða svoleiðis og ég man ekki eftir að neitt hafi gerst í tímanum.
Ætla ekkert að tjá mig hér á blogginu um þessa sjálfsmorðsárás Fúsólfs þar sem það er engin séns á að hann sjái það sem um hann er skrifað.
17/11/05 23:55
Nú nú, ertu búinn að gleyma þegar þú greipst í herðarnar á Johnny og keyrðir hnéð þrívegis í trýnið á honum? Gekkst svo í burtu og sagðir að hann hefði hlaupið á stöngina og rotast, ítrekað! Ertu búinn að gleyma því??!!!
Hvað sagði læknirinn svo? Fékkstu ekki bara sprautu?
18/11/05 17:28
Tækklarinn tekur eftir því að sjálfstraustið hjá stormcenternum er ekki upp á marga fiska.Hann reiknar sér 8 stig fram að áramótum og þar með séns á að ná titlinum af Tækklaranum en er síðan með varaáætlun upp á 2 stig!!!! Og ætlar að gera Daybright að blóraböggli ef "varaáætlunin"verður afrakstur næsta mánaðar.Tækklaranum finnst að stormcenterinn verði bara að girða sína brók og taka á .
19/11/05 14:31
Sjálfstraustið er í fínu lagi. Hinsvegar er ég aumingjagóður og það gæti orðið mér að falli. Þess vegna legg ég enga Mangó Big Boys að veði.
Læt kannski verða af því eftir áramót ef mér tekst að rækta með mér meiri grimmd yfir jólin...
21/11/05 14:59
Skrifa ummæli
<< Home