Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

þriðjudagur, mars 28, 2006

13. umferð: Ökli og eyra

28. mars 0:0
A: Jón, Jói, Dabbi, Gummi
B: Óli, Gunni, Guðni, Fúsi


Byrjunin á þessum leik var einstök; eftir 21 mínútu var staðan 7:0 fyrir A-liðinu og hafði B þá ekki tekist að skora eitt einasta mark! Ekki reyndist hins vegar innistæða fyrir svo miklum mun og smá saman söxuðu B á forskotið. Og þegar ein mínúta lifði af leiknum komust þeir yfir í fyrsta og eina skiptið í leiknum, en A tókst svo að jafna með algjöru grísamarki rétt í þann mund sem flautan gall.

Þess ber að geta að Guðni varði ágætlega í tví- eða þrígang í leiknum.

þriðjudagur, mars 21, 2006

12. umferð: Óli ole, Steini lostnir!

21. mars 6:0
A: Jón, Steini, Óli, Gummi
B: Jörgen, Gunni, Guðni, Fúsi


A-liðið beitti leynivopnum í kvöld þegar Óli og Stankó mættu fyrir Dabba og Jóa. B-liðið réði ekkert við varamennina og því fór sem fór.


þriðjudagur, mars 14, 2006

11. umferð: Á vissan hátt óvænt úrslit

14. mars 2:0
A: Jón, Gunni, Guðni, Gummi
B: Jörgen, Jói, Dabbi, Fúsi

Ég vann leik og í tilefni af því var hópferð á Mangó þar sem 7 Big Boys runnu ofan í liðin. Einn þurfti auðvitað að vera kelling og klikkaði á að mæta, og hvort sem menn trúa því eður ei þá var það ekki Fúsi sem klikkaði!

Einhverra hluta vegna er ekki hægt að setja inn töfluna. Kippi því í liðinn seinna.


föstudagur, mars 10, 2006

10. umferð: 10 umferðir búnar

7. mars 4:0
A: Jón, Jörgen, Gunni, Matti
B: Jói, Dabbi, Guðni, Gummi

Fór þetta ekki annars 4:0?