Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

miðvikudagur, september 28, 2005

Snillingur á börunum!

Þil að létta mönnum aðeins lund hvet ég ykkur til að skoða þetta:

http://www.nattfari.net/first_day_aid.wmv

Þetta er náttúrulega baaaaara snillingur!

4. umferð:

27. september 0:0
A: Jói, Guðni, Fúsi, Gunni
B: Jörgen, Jón, Gummi, Dabbi

Það er ekki gott að láta misnota sig knattspyrnulega, en þegar menn láta misnota sig vísvitandi þá er þeim engin vorkunn. Knattspyrna er íþrótt fyrir karlmenn og það nennir enginn að hlusta á neinn væl! Nýjar reglur eru ekki búnar til í miðjum tíma.

Tíminn í kvöld var hörkutími. B-liðið pressaði stíft en A varðist vel og hafði undirtökin, þ.e. hvað markaskor varðar. En er á leið tókst B að jafna leikinn og taka forustu, en hún varð aldrei mikil og A jafnaði skömmu fyrir leikslok. Þannig endaði leikurinn og fyrsta jafntefli vetrarsins staðreynd.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í næsta tíma, því það er alls ekki útilokað að sömu lið dragist saman á ný.


PS. Ef Jugovic vill að menn lesi kommentin sín, þá verður hann að pósta þeim á réttan stað. ;)

miðvikudagur, september 21, 2005

3. umferð: Hinsegin dagar í Réttó

20. september 10:0
A: Jói, Jörgen, Guðni, Gummi
B: Jón, Fúsi, Gunni, Dabbi

Það er ekki gaman að heita Jón, Fúsi, Gunni eða Dabbi eftir kvöldið í kvöld. Þeir fjórmenningar voru teknir svo hrikalega í ósmurt rassgatið að annað eins hefur ekki spurst á síðari tímum. Eftir aðeins 25 mínútna leik tryggði A-liðið sér sigur með því að ná 10 marka forustu, og var þá raunstaða leiksins 11:1! Fáheyrðir yfirburðir og verður að leita til bikarkeppninnar í Langtíburtistan til að finna hliðstæð úrslit.

Ekki þarf að taka það fram að í lið A fóru allir á kostum. Nefna verður 2 mörk sérstaklega. Annað þeirra skoraði Jói með snyrtilegri bogavippu sem lak niður efst í fjærhornið. Hitt skoraði Jörgen með nettum skalla. Og jú, ekki má gleyma undarlegu sjálfsmarki sem á ættir sínar að rekja til Dalvíkur/Ólafsvíkur, en þá skoraði Múlatröllið í eigið mark með því að teygja löppina í gegnum klofið á Jörgen. Svo sannarlega undarlegt....

Í liði B átti enginn góðan leik. Nefna má eitt mark þeirra af þeirri ástæðu að það var þeirra eina í leiknum; Gunni skoraði það og var það síður en svo fallegt. Eiginlega ekkert meira um það að segja.

Staðan eftir 3 umferðir er því þessi:

þriðjudagur, september 20, 2005

Yfirlýsingar

Það er ekkert mál að koma með djarfar yfirlýsingar á þessu bloggi. Í neðstu línu, þar sem stendur: posted by F.C. Mango @ 23:35 0 comments, smellið þið á 'Comments'. Þá kemur þessi gluggi upp:


Það eru gefnir 3 möguleikar: Blogger, Other og Anonymous. Þið veljið Other og skráið síðan inn nafnið ykkar (eða uppnefni). Síðan er bara að koma með eins svera yfirlýsingu og menn treysta sér í!

mánudagur, september 19, 2005

Kampavín og sorgarband

Á morgun er þriðji tími vetrarins. Verður Guðni grátbólginn og með sorgarband? Mæta bræður og Dalvíkingur með kampavín? Mætir Daybright?

Þetta og meira til kemur í ljós á morgun, klukkan 18:50. Já, eða svona laust upp úr hálfsjö....

föstudagur, september 16, 2005

Staðan

fimmtudagur, september 15, 2005

Skyldi þetta virka?

Eftir tvær umferðir í Mangómeistaradeildinni er staðan þessi:

leikmaður leikir/mörk/stig
Jói: 2/12/4
Jón: 2/12/4
Fúsi: 2/4/2
Jörgen: 2/4/2
Guðni: 2/-4/2
Gunni: 2/-4/2
Dabbi: 2/-12/0
Gummi: 2/-12/0

Nú verður fróðlegt að sjá hvað gerist í næsta tíma...


Úrslit fyrri umferða:

13. september 8:0
A: Jón, Jói, Fúsi, Jörgen
B: Guðni, Gunni, Gummi, Dabbi

6. september 4:0
A: Jón, Guðni, Gunni, Jói
B: Fúsi, Gummi, Jörgen, Dabbi