8. umferð: Naumur og ósanngjarn sigur
25. október 2:0
A: Óli, Jói, Guðni, Fúsi
B: Jörgen, Ketill, Gummi, Dabbi
Það ætlar að ganga illa fyrir Daybright að innbyrða sinn fyrsta sigur í vetur, en ef sanngirnin réði alltaf úrslitum þá hefði hann bætt við sig tveimur stigum í kvöld.
Leikurinn hófst með massívum sóknum B-liðsins, en illa gekk að koma tuðrunni í netið og allt í einu var A komið með tveggja marka forustu. B tókst þó að jafna og leikurinn var lengi vel í kringum núllið. En þá tók Jói allt í einu upp á því að verja eins og motherfokker um leið og B lak inn klaufamörkum og skyndilega var staðan orðin 7 mörk A í hag. Við það hysjuðu B rækilega upp um sig buxurnar og sundurspiluðu slakt A liðið en því miður dugði tíminn ekki til og leikurinn TAPAÐIST 0:2. :-(