Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

þriðjudagur, október 25, 2005

8. umferð: Naumur og ósanngjarn sigur

25. október 2:0
A: Óli, Jói, Guðni, Fúsi
B: Jörgen, Ketill, Gummi, Dabbi

Það ætlar að ganga illa fyrir Daybright að innbyrða sinn fyrsta sigur í vetur, en ef sanngirnin réði alltaf úrslitum þá hefði hann bætt við sig tveimur stigum í kvöld.

Leikurinn hófst með massívum sóknum B-liðsins, en illa gekk að koma tuðrunni í netið og allt í einu var A komið með tveggja marka forustu. B tókst þó að jafna og leikurinn var lengi vel í kringum núllið. En þá tók Jói allt í einu upp á því að verja eins og motherfokker um leið og B lak inn klaufamörkum og skyndilega var staðan orðin 7 mörk A í hag. Við það hysjuðu B rækilega upp um sig buxurnar og sundurspiluðu slakt A liðið en því miður dugði tíminn ekki til og leikurinn TAPAÐIST 0:2. :-(



þriðjudagur, október 18, 2005

7. umferð: Skorað jafnt í bæði mörk

18. október 0:0
A: Jón, Gunni, Guðni, Dabbi
B: Jörgen, Jói, Gummi, Fúsi

Gott kvöld. Kristján heiti ég Ólafsson. Þetta var sko aldeilis fótboltaleikur sem við sáum í kvöld, a wonderful football match, yes. Jafnt á nánast öllum tölum og mikið tekið á því, uhm, much taken on it.

Thank you very much for this program.


þriðjudagur, október 11, 2005

6. umferð: Fúsloose

11. október 0:10
A: Jóhann, Gummi, Guðni, Dabbi
B: Jón, Jörgen, Gunni, Matti

Deyr fé,
deyja frændur,
og Fúsi forfallast í fótbolta.
(úr Hávamálum eftir Halldór Hólmstein Laxness)

Það hlaut að koma að því að sá gamli klikkaði á því að mæta; eftir að hafa spilað samfleytt í heilan vetur án þess að meiðast asnaðist kvikindið í körfubolta og er "basket-case" síðan. Í stað hans kom Matti og var það til mikilla bóta fyrir B-liðið sem hreinlega rúllaði andstæðingunum upp. Og þar sem ég var einn af þeim sem töpuðu svona illa þá nenni ég ekki að tjá mig meira um þetta.

Orðið er frjálst....


þriðjudagur, október 04, 2005

5. umferð: Þegar Gunni chippaði yfir Guðna

3. október 5:0
A: Matti, Jón, Gummi, Gunni
B: Jörgen, Guðni, Fúsi, Dabbi

Það ríkti sirkusstemmning í Réttó í kvöld, þar sem Gunni fór fremstur í flokki í A-liðinu. Ekki lét hann sér nægja að taka eina netta chippu í byrjun yfir Jörgen í markinu (hvað var hann að gera þar?) heldur bætti hann um betur og setti aðra slíka yfir frænda sinn Guðna. Fór hann svo létt með það að mæla þurfti Guðna upp á nýtt eftir leikinn til að athuga hvort hann væri nokkuð dvergur. Til að bæta um betur setti Gunni síðan eitt með skalla og er hann þar með búinn með skallamarkakvótann sinn í vetur.

Ekki má gleyma þætti Matta sem kom sterkur inn í fjarveru Jóhanns, en Jóhann tók út "leikbann" í kvöld af orsökum sem ekki verður farið nánar út í hér.

Í B-liðinu voru menn ekki að gera eftirminnilega hluti. Guðni varði þó vel á köflum, en sú frammistaða dugði til lítils þar sem Gunni lék sér að því að chippa yfir hann í leiknum (góð vísa er aldrei of oft kveðin). Dabbi skoraði líka nokkur góð mörk, en þau töldu lítið þrátt fyrir að ekkert væri chippað yfir hann (eins og þegar Gunni chippaði yfir Guðna). Þeir verða því að taka sig verulega saman í andlitinu fyrir næstu umferð, eða þá að finna sér hatt sér nær upp í þverslánna.