1. nóvember 10:0A: Jón, Jörgen, Matti, Fúsi
B: Jói, Guðni, Gummi, Dabbi
Það verður að segjast eins og er að þeir Jói, Guðni, Gummi og Fúsi áttu stórleik í seinni leik kvöldsins og hreinlega völtuðu yfir andstæðingana. Johnny Boy, Jugovic, Matthaus og Daybright voru teknir þvílíkt í kakóið að það hálfa hefði verið nóg! Tíu marka sigur var niðurstaðan og fjórmenningarnir, sem hér síðast voru upp taldir, gengu hnípnir af leikvelli.
Af þeim sem áttu stórleik í kvöld verður sérstaklega að nefna Fúsólf. Hann var eins og eldflaug í vísindaskáldsögu eftir Jules Verne, ataðist í öllum og öllu, og gerði hvert markið á fætur öðru. Var hann í svo miklu stuði að hann setti meira að segja eitt með skallavippu í eigið mark! Var ekki að sjá að þarna væri á ferðinni ellilífeyrisþegi sem reykir þrjá pakka á dag og er keyrður um í göngugrind á milli leikja. Já svei mér þá og sei sei sei, að hugsa með sér....