Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

13. umferð: Stormcenterinn fer á kostum

29. nóvember 10:0
A: Jón, Gummi, Fúsi, Guðni
B: Jói, Jörgen, Gunni, Dabbi

Þetta hefði verið hörkujafn leikur í kvöld hefði Stormcenterinn ekki á þvílíkan stórleik, því allir hinir áttu dapran dag. Sérstaklega Fúsi, Jói, Gunni og Dabbi (Fúsi var kannski aðeins skárri þar sem hann kann ekki á tölvu).

Já, svona er þetta bara....



þriðjudagur, nóvember 22, 2005

12. umferð: Dabbi vinnur leik!

22. nóvember 10:0
A: Jón, Gummi, Fúsi, Dabbi
B: Jói, Jörgen, Gunni, Guðni

Það hlaut að koma að því: Í 12. tilraun vetrarins tókst Dabba loksins að innbyrða sigur. Grunnurinn að þessum sigri var lagður strax í byrjun þegar drengnum var meinað að hita upp með bolta. Hann gat því hafið leik ómeiddur að þessu sinni. Og ekki lét hann það duga að hlaupa um ómeiddur, heldur var hann lykilmaður í flestum sóknum A-liðsins; skilaði boltanum vel og skoraði drjúgt þegar hann fékk á því færi.

Leikurinn var í járnum framan af og lítið var skorað. Átti Jörgen Jugovic stóran þátt í því, en hann var allur í því að höggva mann og annan að hætti Víkinga (og þá er ég ekki að tala um furðufuglana í Fossvoginum). En svo fór að vígamóðurinn rann af honum og við það komst betra flæði í leik A-liðsins. Hægt og bítandi náði liðið 10 marka forustu og við það lauk leiknum.



þriðjudagur, nóvember 15, 2005

11. umferð: Slys og sloppið naumlega

15. nóvember 0:10
A: Jörgen, Gunni, Guðni, Dabbi
B: Jón, Jói, Gummi, Fúsi

Sá hörmulegi atburður átti sér stað í kvöld að Dabbi asnaðist til þess að hita upp fyrir leik. Við það tognaði hann auðvitað og varð því að afar takmörkuðu gagni í leiknum sem fylgdi. Lið hans kom þó ákveðið til leiks og hafði nauma forustu lengi vel, en svo fór að B-liðið tók öll völd og grillaði A-llaballana með 10 kvikindum.

Fleira var svo sem ekki fréttnæmt, og þó; til að skrá það á spjöld sögunnar verður að minnast á tæklingu sem Fuser átti í "aukaleiknum". Þar kastaði hann sér upp í loft með lappirnar á undan, en felldi engan nema Jóa liðsfélaga sinn því ætlað fórnarlamb (sjálfur Jugovic) vék sér fimlega undan árásinni. Var svo aðeins hending sem réð því að Fúsólfur stórslasaðist ekki þegar Joey féll ofan á hann.


þriðjudagur, nóvember 08, 2005

10. umferð: Sexy Jones og hnakkamellurnar

8. nóvember 0:1

A: Jón, Guðni, Matti, Dabbi
B: Jörgen, Jói, Gunni, Gummi

Þvílíkur leikur! A byrjaði betur og setti fyrstu þrjú mörkin en eftir það jafnaðist leikurinn og liðin skiptust á forustunni. En á endanum hafði B eins marks sigur og munaði þar öllu færinu sem Guðni klúðraði; hann skaut í þverslánna af 50 cm færi! Þannig gera náttúrlega baaara snillingar. :)

Þrátt fyrir góða baráttu skaraði enginn framúr í A-liðinu, og eftir leikinn minntu þeir helst á algjörar hnakkamellur eftir alveg heavy útreið. Gaurarnir í B-liðinu fóru hins vegar allir á kostum. Tvíbbarnir voru traustir í vörninni og drjúgir í sókninni, en svo skemmtilega vildi til að þeir áttu báðir afmæli í dag og gátu þeir vart haldið betur upp á það. En toppurinn var Jörgen; á sinn einstaka hátt tókst honum að sameina sexy football og alla "verstu" takta Vinnie Jones, og útkoman varð auðvitað bara Man of the Match.


þriðjudagur, nóvember 01, 2005

9. umferð: Hafa skal það sem betur hljómar

1. nóvember 10:0
A: Jón, Jörgen, Matti, Fúsi
B: Jói, Guðni, Gummi, Dabbi

Það verður að segjast eins og er að þeir Jói, Guðni, Gummi og Fúsi áttu stórleik í seinni leik kvöldsins og hreinlega völtuðu yfir andstæðingana. Johnny Boy, Jugovic, Matthaus og Daybright voru teknir þvílíkt í kakóið að það hálfa hefði verið nóg! Tíu marka sigur var niðurstaðan og fjórmenningarnir, sem hér síðast voru upp taldir, gengu hnípnir af leikvelli.

Af þeim sem áttu stórleik í kvöld verður sérstaklega að nefna Fúsólf. Hann var eins og eldflaug í vísindaskáldsögu eftir Jules Verne, ataðist í öllum og öllu, og gerði hvert markið á fætur öðru. Var hann í svo miklu stuði að hann setti meira að segja eitt með skallavippu í eigið mark! Var ekki að sjá að þarna væri á ferðinni ellilífeyrisþegi sem reykir þrjá pakka á dag og er keyrður um í göngugrind á milli leikja. Já svei mér þá og sei sei sei, að hugsa með sér....