5. umferð: Næstum Mangó
31. janúar 0:1
A: Jón, Matti, Jói, Gunni
B: Jörgen, Fúsi, Dabbi, Gummi
Drátturinn í kvöld var re-match frá síðasta leik, nema hvað að Guðni mætti ekki því siglfirskur sjúkdómur tók sig upp hjá honum skammt sunnan við æxlunarfærin. Í hans stað kom því gamla brýnið Matti og fyrir vikið var ekki um hreinræktaðan Mangó að ræða.
A-liðið byrjaði leikinn betur, eiginlega miklu betur og náði mest fimm marka forustu. Var ekki að sjá annað en að liðið hefði styrkst við skiptin á Guðna og Matta. En B voru ekki á því að tapa; af mikilli hörku og elju tókst þeim að jafna leikinn og komast yfir. Baráttan á lokamínútunum var all rosaleg og gekk mikið á, án þess þó að menn gerðust grófir. Hetjuleg baráttan dugði samt ekki A-liðinu og þeir urðu að lúta í dúk að lokum með eins marks mun.