Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

þriðjudagur, janúar 31, 2006

5. umferð: Næstum Mangó

31. janúar 0:1
A: Jón, Matti, Jói, Gunni
B: Jörgen, Fúsi, Dabbi, Gummi

Drátturinn í kvöld var re-match frá síðasta leik, nema hvað að Guðni mætti ekki því siglfirskur sjúkdómur tók sig upp hjá honum skammt sunnan við æxlunarfærin. Í hans stað kom því gamla brýnið Matti og fyrir vikið var ekki um hreinræktaðan Mangó að ræða.

A-liðið byrjaði leikinn betur, eiginlega miklu betur og náði mest fimm marka forustu. Var ekki að sjá annað en að liðið hefði styrkst við skiptin á Guðna og Matta. En B voru ekki á því að tapa; af mikilli hörku og elju tókst þeim að jafna leikinn og komast yfir. Baráttan á lokamínútunum var all rosaleg og gekk mikið á, án þess þó að menn gerðust grófir. Hetjuleg baráttan dugði samt ekki A-liðinu og þeir urðu að lúta í dúk að lokum með eins marks mun.


mánudagur, janúar 30, 2006

Ekki alveg fótbolti en sniðugt samt...

http://www.handbolti.blogspot.com/

miðvikudagur, janúar 25, 2006

4. umferð: Þegar Fúsi braut á Gunna

24. janúar 0:0
A: Jón, Guðni, Jói, Gunni
B: Jörgen, Fúsi, Dabbi, Gummi


Fyrsta jafntefli ársins staðreynd...

þriðjudagur, janúar 17, 2006

3. umferð: Helvítis andskotans djöfulsins...

17. janúar 1:0
A: Jón, Guðni, Jörgen, Gunni
B: Fúsi, Jói, Gummi, Dabbi


Það er fátt fúlara en að tapa fyrir kellingum í fótbolta, en ég varð ásamt liðsfélögum mínum einmitt fyrir því óláni í kvöld. En svona eru slysin - þau gera ekki boð á undan sér.

Annars bar það helst til tíðinda að Gunnar nokkur ákvað að heiðra okkur með nærveru sinni. Varð öllum um og ó að sjá hann - líka jólasveininum, sem hreinlega tæmdi kartöflupokann í töskuna hans. Já, ævintýrin gerast enn.


sunnudagur, janúar 15, 2006

2. umferð: Jafnara en tölurnar segja

15. janúar 6:0
A: Jón, Fúsi, Jörgen, Dabbi
B: Guðni, Gummi, Jói, Steini

Atriði kvöldsins var þegar Jörgen hreinsaði frá marki, í hliðarvegginn og þaðan í eigið mark. :)
Nánari umfjöllun um leikinn verður að bíða.



þriðjudagur, janúar 10, 2006

1. umferð: Ágætis byrjun (fyrir suma a.m.k.)

10. janúar 2:0

A: Jón, Guðni, Jói, Hákon
B: Fúsi, Jörgen, Gummi, Dabbi

Leikur kvöldsins fór ekki gæfulega af stað fyrir B-liðið; í tómu kæruleysi hleypti það A-liðinu 7 mörkum framúr sér og slíkan mun er alltaf erfitt að vinna upp. Það tókst þó, og er um 5 mínútur voru eftir komst B-liðið einu marki yfir - fyrsta og eina skiptið í leiknum sem það hafði forustuna. Stanslaus pressan hafði samt tekið sinn toll og A tókst á ný að ná yfirhöndinni og vinna tveggja marka sigur.

Staðan eftir fyrstu umferð er því þessi:

Jón: 2 stig +2 mörk
Guðni: 2 stig +2 mörk
Jói: 2 stig +2 mörk
Fúsi: 0 stig -2 mörk
Gummi: 0 stig -2 mörk
Jörgen: 0 stig -2 mörk
Dabbi: 0 stig -2 mörk
Gunni: 0 stig 0 mörk

Betri tafla verður birt eftir næstu umferð sem verður
SUNNUDAGINN 15. JANÚAR KL. 19:00
Blóm og kransar afþakkaðir.

Boltinn rúllar á ný

Jæja, þá er loksins komið að því að menn hlaupi af sér jólasteikurnar. Tími í kvöld og þá verður aldeilis tekið á því.