Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

þriðjudagur, janúar 17, 2006

3. umferð: Helvítis andskotans djöfulsins...

17. janúar 1:0
A: Jón, Guðni, Jörgen, Gunni
B: Fúsi, Jói, Gummi, Dabbi


Það er fátt fúlara en að tapa fyrir kellingum í fótbolta, en ég varð ásamt liðsfélögum mínum einmitt fyrir því óláni í kvöld. En svona eru slysin - þau gera ekki boð á undan sér.

Annars bar það helst til tíðinda að Gunnar nokkur ákvað að heiðra okkur með nærveru sinni. Varð öllum um og ó að sjá hann - líka jólasveininum, sem hreinlega tæmdi kartöflupokann í töskuna hans. Já, ævintýrin gerast enn.


3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Tækklarinn vill vitna í Guðrúnu Ósvífirsdóttur þegar hún sagði"vita skaltu það að kona hefur slegið þig".Að tala um slys í sambandi við leik kvöldsins finnst tækklaranum út í hött.Tækklarinn og menn hans voru einfaldlega betri í gær punktur.

18/1/06 10:57

 
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki bara betir heldur fallegri líka

18/1/06 17:21

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hérna ... var vaselínið með í för?

19/1/06 07:37

 

Skrifa ummæli

<< Home