1. umferð: Ágætis byrjun (fyrir suma a.m.k.)
10. janúar 2:0
A: Jón, Guðni, Jói, Hákon
B: Fúsi, Jörgen, Gummi, Dabbi
Leikur kvöldsins fór ekki gæfulega af stað fyrir B-liðið; í tómu kæruleysi hleypti það A-liðinu 7 mörkum framúr sér og slíkan mun er alltaf erfitt að vinna upp. Það tókst þó, og er um 5 mínútur voru eftir komst B-liðið einu marki yfir - fyrsta og eina skiptið í leiknum sem það hafði forustuna. Stanslaus pressan hafði samt tekið sinn toll og A tókst á ný að ná yfirhöndinni og vinna tveggja marka sigur.
Staðan eftir fyrstu umferð er því þessi:
Jón: 2 stig +2 mörk
Guðni: 2 stig +2 mörk
Jói: 2 stig +2 mörk
Fúsi: 0 stig -2 mörk
Gummi: 0 stig -2 mörk
Jörgen: 0 stig -2 mörk
Dabbi: 0 stig -2 mörk
Gunni: 0 stig 0 mörk
Betri tafla verður birt eftir næstu umferð sem verður
SUNNUDAGINN 15. JANÚAR KL. 19:00
Blóm og kransar afþakkaðir.
2 Comments:
Þar sem að drátturinn í gær var svokallaður MANGÓdráttur finnst mér að Gunni eigi að bjóða okkur öllum á einn BIG BOY á Mangó í refsingu fyrir að mæta ekki. Eru menn ekki sammála þessu?
11/1/06 16:03
Flottur tími maður spenna og allt.Sé að stormcenterinn
hefur ákveðið að Brassa upp,vona að honum gangi betur þetta season.Hann virðist meira að segja vera frekar sanngjarn í skrifum núna.Batnandi mönnum er best að lifa.Með kveðju að handan,þar sem fjöllin hafa vakað í þúsund ár...
11/1/06 23:36
Skrifa ummæli
<< Home