Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

þriðjudagur, apríl 25, 2006

17. umferð: Gamanið búið

25. apríl 2:0
A: Jón, Jói, Fúsi, Jörgen
B: Gunni, Gummi, Guðni, Dabbi

Jói varði eins og motherfokker og bjargaði þannig A-liðinu.


þriðjudagur, apríl 18, 2006

16. umferð: Jón tapar!

18. apríl 0:3
A: Jón, Jói, Fúsi, Dabbi
B: Gunni, Gummi, Óli, Guðni

All rosalegur leikur þar sem liðin skiptust á forustunni. En á endanum hafði B-liðið betur og voru það sanngjörn úrslit.

miðvikudagur, apríl 12, 2006

15. umferð: Eins nálægt re-match og mögulegt er

11. apríl 10:0
A: Jón, Gunni, Gummi, Fúsi
B: Óli, Jói, Guðni, Dabbi

Sömu lið og síðast, nema tvíbbarnir víxluðust. Og það breytti engu, úrslitin urðu hin sömu. Það má því álykta að þeir bræður séu jafngóðir í boltanum!

þriðjudagur, apríl 04, 2006

14. umferð: Oj oj oj, Johnny bara vormeistari líka...

4. apríl 10:0
A: Jón, Jói, Gummi, Fúsi
B: Óli, Gunni, Guðni, Dabbi


Já, Jón tryggði sér vormeistaratitilinn með stórsigri. Í haust tókst honum líka að tryggja sig í 14. umferð.