Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

föstudagur, desember 15, 2006

Athugasemd varðandi úrslit

miðvikudagur, desember 13, 2006

Lokastaðan


Já hérna kemur lokastaðan.Ég komst því miður ekki í að semja pistilinn í gær en á töflunni sést að miklar hræringar urðu í gær.

Seasonið klárað með stæl

a.lið Jón,Matti,Óli,Gummi
b.lið Dabbi,Jörgen,Varði,Viggi



Já leikurinn í gær einkendist svolítið af því að það vantaði 3 fastamenn.Viggi og Varði eru aðeins sneggri en tvíbbarnir og með Jörgen sér til fulltingis átti aldeilis að keyra upp hraðann og sprengja andstæðingana.Spiluðu þeir stífa pressuvörn sem kom a.liðum í opna skjöldu og skoruðu þeir bræður Varði og Dabbi 4 fyrstu mörkin í leiknum en síðan snerist þessi leikaðferð í fótunum á þeim.A liðið dró sóknina aftar á völlinn og um leið og b.menn misstu af einum manni þá var allt opið fyrir aftan þá.Eins voru menn á tánum í vörninni og nutu þess að hafa mjög vanann varamann.Tækklarinn varði síðan það sem eftir var.Þegar sautján mínútur voru búnar voru a.menn komnir einu yfir og bættu síðan einu við á hverjum fimm mínútum eftir það og enduðu með átta marka plús á b.liða

miðvikudagur, desember 06, 2006

Tækklarinn orðinn meistari


Já þar sem við fengum þær fréttir í gær að það yrði enginn tími þann 19.þá er orðið ljóst hver er sigurvegari deildarinnar fyrir áramót; Tækklarinn sjálfur

þriðjudagur, desember 05, 2006

Mæting skiptir öllu

a.lið Jói,Jón,Matti,Óli
b.lið Dabbi,Fúsi,Gunni,Jörgen



Já það mættu allir í kvöld sem kemur mætingu uppfyrir 95% í vetur en það sem skildi liðin að í kvöld var samt mætingin.
Jú annað liðið mætti með hugann við efnið í byrjun og það var það sem skildi liðin að í lokin.Leikurinn var annars jafn og spennandi.En ef Fisher hefði gefið Spassky hrók í forgjöf í öllum skákunum ´72 þá er ég hræddur um að við sætum ekki uppi með hann.Snillingarnir í b.liðinu gáfu a.liðum 4-5 mörk í forgjöf og þar við sat.Sama hvað þeir reyndu,og þeir reyndu svo sannarlega þá komust þeir ekki niður fyrir 3 og því fór sem fór a.liðar stóðu uppi sem sigurvegarar með sömu 5 mörk í plús og þeir fengu í forgjöf í byrjun leiks. Tafla á morgun heyrumst.