Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

þriðjudagur, september 26, 2006

Svartur dagur i sögunni

...............................................................................++++++...................................................................................................
...............................................................................++++++...................................................................................................
...............................................................................++++++...................................................................................................
......................................................................++++++++++++++........................................................................................
......................................................................++++++++++++++........................................................................................
......................................................................++++++++++++++........................................................................................
...............................................................................++++++...................................................................................................
...............................................................................++++++...................................................................................................
...............................................................................++++++...................................................................................................
...............................................................................++++++...................................................................................................
...............................................................................++++++...................................................................................................
.................................................................................................................................................................................................



Í dag gerðist það sem allir hafa óttast.Þriðjudagsboltinn upplifði sinn versta dag til þessa.Aðeins 7 menn voru mættir.Ólafur hinn Ódrengilegi lá heima í fleti sínu og hafði ekki fyrir því að láta vita.Skyldi eftir slóð eyðileggingar og særinda sem seint munu gróa.Skipulagningu og heilinda unitedmannanna er nú sárt saknað.Þennan dag viljum við aldrei upplifa aftur.Á miklum hitafundi eftir tímann var ákveðið að 2 stig skyldu dregin af Ólafi hinum Dáðlausa og vona að þessi upplifun verði í framtíðinni afgreidd sem martröð sem kemur aldrei aftur.

þriðjudagur, september 19, 2006

Loksins kemur Tækklarasigur

a.lið Jörgen, Jói, Jón, Gunnar
b.lið Matti, Fúsi, Dabbi, Óli

Með nýrri og minni meðalþyngd er kominn meiri hraði í boltann.Einnig virðist
vera lögð meiri áhersla á að spila boltanum og minni á að klobba menn.Þeim
united-bræðrum verður að sjálfsögðu aldrei gleymt en ágætt væri ef þeir minntust
á ef þeir væru leikfærir.En að bolta kvöldsins, b liðið byrjaði tímann af miklum krafti
og var a liðið í mesta basli með þá en missti þá samt ekki nema 2 til 3 mörk frá sér.
Eftir mikla uppstokkun og stöðuskiptingar sigu a liðar þó að lokum fram úr og enduðu
leikar að lokum með 4 marka sigri a liðsins.Helst er að minnast árásar Jörgens á Fúsa
sem virtist á tímabili vera af kynferðislegum toga en þeir skildu þó sáttir að lokum.
Staðan er sem sagt orðin svona.


nafn leikir mörk stig

Jörgen.........3........+9........6
Jóhann........3.........+5.......4
Sigfús.........3.........+1.......4
Gunnar.......2.........+6.......4
Jón.............3..........-1.......2
Ólafur.........3.........-3.......2
Martin.........3.........-5.......2
Dagbjartur..3.........-9.......0

miðvikudagur, september 13, 2006

smá leiðrétting á stöðu

Samkvæmt reglum um mætingu þá breytist taflan þannig að
Gunnar færist niður í 6.sæti niður fyrir Martin.
Jói,Óli og Matti færast allir upp um 1 sæti.

2.umferð jójó leikur

a.lið Jón Dabbi Matti Hávarður
b.lið Jörgen Jói Fúsi Óli


B.liðið byrjaði með látum á meðan a.liðið var að stilla saman strengina
og var staðan 5-0 eftir skamma stund.En a.liðið hrökk síðan í gang og
saxaði hægt en örugglega á forskotið.Þegar síðan Jörgen var klobbaður
brotnuðu þeir niður og a var komið í 2 yfir þegar rúmar 10mín voru eftir.
En eftir mikinn "hamar" frá Jóa í slánna og nokkur mistök þá endaði
leikurinn með sigri b.liðsins með þremur mörkum.


STAÐAN

leikir stig leikmaður mörk

2 4 Jörgen +5
2 4 Sigfús +5
1 2 Gunnar +2
2 2 Jóhann +1
2 2 Ólafur +1
2 2 Martin -1
2 0 Dagbjartur -5
2 0 Jón -5

þriðjudagur, september 05, 2006

1.umferð manunitedlausir

a.lið jón, Jói, Óli, Dabbi
b.lið Matti, Gunni, Jörgen, Fúsi


Lausir við manunitedliðið gátum við loksins spilað á einhverju tempói.Hnífjafn tími þar sem aldrei skildu meira en 2 mörk.
Tilþrif tímans voru þegar Jói "settann" að flestra mati í gegnum bróður sinn.Á endanum stóð b liðið þó uppi sem sigurvegari
og unnu þeir með tveggja marka mun.
Fúsi lýsir eftir sokk, dökkgráum að lit notaður einungis í sex daga samfleytt,gegnir nafninu Lýsingur.

Nýtt tímabil.

Jæja drengir þá fer boltinn að rúlla á nýjan leik!!! Gummao stormcenter og Guðni koeman eru horfnir yfir móðuna litlu fengnir hafa verið betri menn í staðinn.Við þökkum þeim samt drengilega (oftast)keppni í gegnum árin og vonum að heiðin verði fær stöku sinnum í vetur.
Tækklarinn hefur tekið við vefstjórn og vonandi er hann jafngóður í því og fótbolta.
sjáumst hressir í kvöld.

mánudagur, september 04, 2006

Boltinn að byrja!

Hæ stelpur!

Þá er boltinn að byrja hjá ykkur, ég hættur og Jón tekinn við sem Manager. Ég veit að það er eins og að fá Magga Leiknismann í staðinn fyrir Mourinho en það er ekki á allt kosið í þessu lífi.

Bestu kveðjur,
Gummaõ