Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

9. umferð: Til hamingju Dagbjartur!

28. febrúar 0:0
A: Jón, Dabbi, Gunni, Gummi
B: Jói, Jörgen, Matti, Guðni

Hörkuleikur í kvöld sem einkenndist af hjartsláttartruflunum, leikaraskap (Koeman) og grófu broti á undirrituðum á lokasekúndum leiksins!

Ég vil annars vekja athygli á smá misskilningi en fyrst núna er mótið rúmlega hálfnað. Það eru nefnilega 17 umferðir eftir áramót; þetta var sú níunda og því eru átta umferðir eftir. Meiri bolti- meiri gleði!


þriðjudagur, febrúar 21, 2006

8. umferð: Og nú er það rúmlega hálfnað!

21. febrúar 0:3
A: Jón, Matti, Gunni, Gummi
B: Jói, Jörgen, Dabbi, Guðni

Það verður að segjast eins og er að þetta var algjör heppnissigur!


sunnudagur, febrúar 19, 2006

Geðraun vikunnar

Geðraun vikunnar er myndgáta. Hér eru tvær myndir:


Og spurt er: Hver er spurningin?

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

7. umferð: Mótið er tæplega hálfnað

14. febrúar 5:0
A: Jón, Jói, Gunni, Óli
B: Jörgen, Hákon, Dabbi, Gummi

Ég er meiddur á putta og get ekki skrifað mikið. En það skiptir litlu máli því ég hef lítið um þennan leik að segja.

PS. Mætingin eftir áramót er alveg hræðilega slök; 89%. Allt undir 95% er óásættanlegt!
PPS. Til sölu fótboltaskór nr. 42. Áhugasamir hringi í Guðna.
PPPS. Til sölu dúkkuskór nr. 37. Hringið í Fúsa.



þriðjudagur, febrúar 07, 2006

6. umferð: Með ólíkum kindum!

7. febrúar 9:0
A: Jón, Fúsi, Jói, Gunni
B: Jörgen, Matti, Dabbi, Gummi

Spurt er: Hvernig getur leikur sem er svo hnífjafn að liðin skiptast á að hafa eins marks forustu, endað 9:0?

Svar óskast sent á póstkorti.