Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

miðvikudagur, október 25, 2006

Staðan Dabbi rýkur upp töfluna

þriðjudagur, október 24, 2006

Fyrsti 10 marka munurinn

a.lið Jón, Fúsi, Matti og Dabbi
b.lið Gunni, Jói, Jörgen og Óli


Það að Matti skyldi loksins vinna leik var ekki eina markverða sem gerðist í þessum tíma því að fyrsti tíu marka munurinn leit dagsins ljós. Einnig var markvert að Dabbi vann sinn þriðja leik í röð sem hlýtur að vera einstakt. Leikurinn fór rólega af stað en a.liðar byrjuðu þó fljótlega á því að ná forskoti og það forskot létu þeir aldrei af hendi í tímanum. Má þó vera að b.liðar hafi náð að jafna einu sinni í tímanum en það hefur verið í mjög stuttan tíma. Þegar á leið jókst forskotið jafnt og örugglega aðallega vegna vannýttra dauðafæra b.liða. Einnig var vörn þeirra gloppótt og a.liðið gekk á lagið þegar um 10 mínútur voru eftir kláraðist svo leikurinn með tíu marka mun.
Stöðutafla verður sett upp á morgun.

staðan maður

NAFN.LEIKIR.MÖRK.STIG
JÖRGEN..6.....19....10
FÚSI........5.....12......8
JÓN.........6.....11......6
JÓI..........6.....-5......6
GUNNI....5.....-4......6
DABBI.....6.......1......4
ÓLI..........5.......7......4
MATTI....6.....-15......2

fimmtudagur, október 19, 2006

Jæja loksins full mæting

a.lið Jón,Gunni,Jói,Matti
b.lið Fúsi,Jörgen,Óli,Dabbi



Smávægileg tölvuvandræði eru ástæðan fyrir seinkun færslunnar strákar mínir.
Í þessum tíma var svipuð uppstilling og um daginn þ.e. tvíbbarnir og Jón en í stað Óla var Matti með vörninni og Fúsi kominn úr legrannsókn í hinu liðinu.Enda kom á daginn að tíminn byrjaði svipað og hinn.Vörnin hélt þokkalega og náði að vera 3-4 mörkum á undan b.liðum framan af.Gríðarlegur hraði var í tímanum og tók það sinn toll því þegar korter var eftir fór a.liðinu að fatast flugið.Hittnin á rammann breyttist í hittnina í rammann.Á þessu síðasta korteri skaut vörnin yfir tíu skotum í stöng og slá og þrátt fyrir að Matta tækist að græta Jörgen tvisvar með því að 1:hóta klobba en setjann fram hjá 2:skjóta í klobba og hitta vel.Leikmenn b.liðs náðu því fram hefndum að þessu sinni og unnu með þremur.

þriðjudagur, október 10, 2006

Staðan eftir 5 og halfa umferð

NAFN......LEIKIR..MÖRK..STIG
JÖRGEN......5............16........8
JÓN.............5............14........6
JÓI..............5.............-2........6
FÚSI............4..............9........6
GUNNI........4.............-1.........6
DABBI.........5............-2.........2
MATTI.........5............-12........2
ÓLI..............4.............-4........2

Og loksins vann Dabbi...

a.lið Dabbi,Fúsi,Jörgen,Jón
b.lið Gunni,Jói,Matti,Varði


Í kvöld fengum við kærkomna heimsókn þegar Guðni, annar af hinum horfnu unitedliðum lét sjá sig. Við þessa heimsókn breyttist spilamennskan verulega. Ósiðir eins og vipp og klobbun sáust út um allan völl. Þetta náði hámarki með tvöföldu vippi Jóa yfir Jörgen og Dabba. Lítið var skorað framan af en a.liðar höfðu þó undirtökin allan tímann. B.liðar komust þó einu sinni yfir í leiknum. En þegar 20 mínútur voru eftir voru a.liðar komnir með 4 mörk í plús og þá varð ekki aftur snúið. Þrátt fyrir drengilega baráttu b.liða jókst forskotið jafnt og þétt og leikurinn endaði með 8 marka sigri a.liðsins. Ánægjulegt var að sjá hversu glaður gesturinn var með að hankar þeirra félaga í búningsherberginu skyldu ekki notaðir, sem er að sjálfsögðu gert í virðingarskyni við þá félaga.

taflan

NAFN......LEIKIR.MÖRK.STIG
JÖRGEN.......4......8.....6
JÓI...............4......6.....6
GUNNI..........3......7.....6
JÓN..............4......0.....4
FÚSI.............3......1.....4
ÓLI...............4.....-4.....2
MATTI..........4.....-4.....2
DABBI..........4....-10.....0

miðvikudagur, október 04, 2006

Vörn á móti sókn

a.lið Óli Gunni Jói Jón
b.lið Dabbi Jörgen Matti Varði




Í liðin skiptist þannig að varnarmenn voru allir í a.liðinu og sóknarmenn allir í b.liðinu.Leikurinn hófst enda þannig að vörnin hélt mjög vel og skoraði eitt og eitt.Fljótlega var a.liðið komið í 3 mörk og hélt því ansi lengi.Þegar vel var liðið á tímann fóru sóknartilburðir a.liðsins að klikka og fengu þeir nokkur mörk í bakið og var staðan þegar fjórar mínútur voru eftir orðin 1 í + fyrir b.liðið.En með seiglu og síðan frábærri sókn tvíbbanna komust varnarliðar yfir og héldu út með eitt mark í plús. taflan verður sett upp seinna bæbæ.