miðvikudagur, nóvember 29, 2006
þriðjudagur, nóvember 28, 2006
Skritinn leikur maður
a.lið Matti,Gunni,Fúsi,Jón
b.lið Jörgen,Óli,jói,Dabbi
Já blandan Gamli og Tækklarinn virðist kalla fram eitthvað ofmat sem hefur komið þeim í koll (versta tap ever 10-1) en eins og í kvöld svaka byrjun 5-0 og síðan gengur allt á afturfótunum.Já leikurinn byrjaði vel fyrir a.liða og var áhorfandinn farinn að örvænta um metið sitt en síðan hrukku b.liðar í gang og byrjuðu sinn leik en á meðan skutu fyrrnefndir á markið í gríð og erg,hreinlega einokuðu skot a.liðsins og hittu ekki neitt. B menn fóru að setja mörk í öllum regnbogans litum en a rétt héldu í,komust reyndar í sjö mörk á tímabili en svo seigluðust b.liðar upp að hlið þeirra að vísu með smá hjálp frá mótherjunum.Matti átti tvö, Jón og Fúsi sitthvort sjálfsmarkið á þessum tíma.13 mínútur eftir a.liðar með 1 í plús og eitthvað gerist.Gunni fær loks að skjóta og setur tvö og skriðan fer af stað. Ellefu mínútum síðar er leiknum lokið með tíu marka sigri a.liða,ótrúleg umskipi á stuttum tíma. Við í hópnum þökkum síðan áhorfandanum kærlega fyrir komuna og vonum hið besta með hnéð. Tafla á morgun bæbæ.
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
miðvikudagur, nóvember 22, 2006
Double sinnum 8
a.lið Fúsi,Matti,Jón,Vignir
b.lið Jói,Gunni,Jörgen,Dabbi
Já ótrúlegt en satt Jói og Gunni voru saman í áttunda sinn í kvöld en lukkuhjólið snérist ekki með þeim að öðru leyti í þessum tíma.Tíminn byrjaði jafnt,a.liðar voru heldur öruggir með sig og voru framarlega á vellinum sem gerði það að verkum að Jörgen lék lausum hala og skoraði mörk í öllum regnbogans litum.Í netið fóru klobbar, hælspyrnur með hægri og sitthvað fleira.En Adam var ekki lengi í paradís.Endurskipulagnig á vörn a.liðsins með því að setja Matta í nýfundna stöðu á miðjunni og allt byrjaði að smella saman.Tuttugu mínútur voru liðnar af tímanum og búið að vera jafnt á flestum tölum og staðan 0.Korteri seinna hafði a.liðið skorað tíu mörk í röð að mig minnir og leikurinn búinn.
miðvikudagur, nóvember 15, 2006
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Spennan var gifurleg og eg varð ær...
a.lið Jón,Jói,Gunni,Matti
b.lið Fúsi,Jörgen,Óli,Dabbi
Tíminn í kvöld var einn af þeim skemmtilegri sem Tækklarinn hefur spilað. A.liðið byrjaði ögn betur og leiddi framan af tímanum.Var með þetta 2-3 mörk í plús á b.liða en náði aldrei að slíta sig lengra frá.Ný uppstilling var reynd með Matta á miðjunni í vörninni og var strákurinn að finna sig vel í stöðunni,hélt b.liðum við efnið og stal nokkrum boltum.Eitthvað fór það í taugarnar á Fólinu að norðan sem eftir tímann viðurkenndi að hafa verið í einkatímum hjá Mark Duffield í síðustu viku.Tók hann til við að reyna að koma Matta úr umferð með því að negla í andlitið á honum og sparka í magann á honum.
B.liðar unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn og voru þegar korter var eftir komnir í 3 mörk í plús.En þá breyttu a.liðar um leikaðferð og skoruðu fjögur í röð og það sem eftir lifði leiks var hrikaleg spenna og barist um hvern bolta,mistök gerð á báða bóga en þegar vinkona okkar opnaði hurðina var staðan jöfn sem að allra mati voru sanngjörn úrslit.
miðvikudagur, nóvember 08, 2006
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
Varnaliðið, endurtekið efni
a.lið Jón,Óli Jóhann,Gunni
b.lið Jörgen,Fúsi,Dabbi,Matti
Það var lok lok og læs og allt í stáli hjá vörninni í kvöld. A.liðar voru smá stund að stilla saman strengi sína og á meðan skiptust liðin á að skora.Vörnin lá mjög aftarlega og spilaði nánast svæðisvörn og á meðan reyndu b.liðar bæði að skjóta fyrir utan og senda inn en fátt beit.Og þrátt fyrir að vera dyggilega studdir af Koeman sem að eigin sögn sagði það vera í von um jafnan leik beit fátt á a.liða.Auðvitað skiptir það máli þegar boltinn virðist fara í gegnum menn eins og gerðist í tvígang hjá Jörgen og að a.liðar skoruðu fimm mörk með sendingum í vegginn fyrir ofan markið en munurinn á liðunum í kvöld var einfaldlega töluverður.Gamli skoraði lítið en Elsti var grimmur.Dobbel spiluðu sem einn maður og Tækklarinn stóð fyrir sínu.Tíminn endaði því með 10 marka mun og góðri afmælisgjöf til Gunna.Og já til Jóa líka að sjálfsögðu. Taflan upp á morgun bæbæ.
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Sigurganga Dabba stöðvuð
a.lið Jón,Jörgen,Jói,Óli
b.lið Fúsi,Dabbi,Gunni,Óðinn
Jæja svo bregðast krosstré sem önnur tré, það sannaðist í þessum tíma.Enn koma í ljós hversu skipulagshæfileikar unitedliða voru miklir.Vegna allt of langs fyrirvara gleymdi Tækklarinn því að Matti yrði ekki í tímanum og það fattaðist ekki fyrr en 5 mínútum fyrir tímann.Með einstöku snarræði bjargaði Dabbi Óðni inn en tíminn byrjaði korteri of seint.Eina sem Tækklarinn getur gert er að afsaka sig margfaldlega og lofa að þetta komi ekki fyrir aftur.Enn þá að bolta kvöldsins.
Jafnræði var með liðunum framan af og liðin skiptust á að skora.En eftir tuttugu mínútur fékk tækklarinn bolta í hreðjarnar og þá varð ekki aftur snúið,a.liðar hreinlega lokuðu markinu. Staðan var 1+ fyrir b.liðið en á þeim átjan mínútum sem eftir lifði skoruðu þeir eitt mark en a tíu.Allt liðið var að verja bolta út um allann völl og b.liðar sáu ekki til sólar.Það hvað tíminn var stuttur var það eina sem bjargaði b frá tíu marka tapi.